Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 82
Kíkí, vinir selsins Snorra og síðast en ekki síst, ef maður athugar uppbygg- ingu myndarinnar, dýrin úr örkinni hans Nóa. Fíllinn, úlfaldinn og hjörtur- inn á myndinni eru greinilega þau sömu og í útgáfu af sögunni um örkina hans Nóa11 og vísunin þangað sýnir fjölda dýranna. Annað atriði í myndinni undirstrikar að allt dýraríkið er saman komið, þær persónur sem ég taldi upp eru í forgrunni hópsins, en þegar aftar dregur verða útlínur dýranna óskýrari og renna að lokum saman í óendanlegan andlitslausan fjölda. Þetta leiðir hugann að annarri sögu þar sem allir hlutir í heiminum áttu saman að bjarga hetjunni, sögunni um dauða Baldurs: þar gráta æsir, „mennirnir og kykvendin og jörðin og steinarnir og tré og allur málmur"12 til að reyna að endurheimta Baldur. En það dugar ekki til, og allt dýraríkið og allir íbúar ævintýraskógarins megna ekki heldur að frelsa Putta. Saga Putta er einnig að öðru leyti nauðalík sögunni af dauða Baldurs, báðir storka þeir örlögunum, Putti með því að fara út í skóginn, Baldur með því að gerast skotspónn ásanna. Báðum hefnist íyrir, Baldri með dauða, Putta með því að lenda í klóm Nátttröllsins, og báða er reynt að frelsa á sama hátt, með samtakamætti allrar náttúrunnar. í báðum sögum er líka illþýði sem ekki vill taka þátt í átakinu, gýgurin Þökk í sögunni af Baldri sem í raun og veru er Loki í dulargervi neitar að gráta Baldur og það kemur líka á daginn að það sem vantar í kór dýranna er hið illa. Til að hægt sé að frelsa Putta þarf fulltingi nornar, úlfs og stjúpu. Og hér skilur milli þeirra Putta og Baldurs, goðsög- unnar og ævintýrisins; það sem goðunum tekst ekki tekst dvergum með klækjum. Leikið á hyskið, opnur 11-12 í Vondakastala búa úlfurinn, stjúpan og nornin og þau verða Maddamamma og dvergarnir að fá í lið með sér til að frelsa Putta litla. Næsta opna sýnir aðkomuna að Vondakastala vinstra megin, en samtal Möddumömmu og illþýðisins hægra megin. Fylgifiskar illþýðisins eru hefðbundnir; slöngur skreyta dyrastafi, leðurblökur og ránfuglar sveima um og sitja á kastalanum. Það er meira að segja hugsanlegt að Bláskjár sé í haldi í kastalaturninum efst til vinstri. Þá situr örn sem ég er næstum því viss um að er upprunninn í teiknimyndasögunum um goðheima á trjágrein fyrir utan kastalann. En nornin, stjúpan og úlfurinn eru ekki á því að hjálpa til: „Heyr á endemi,“ hvæsti stjúpan og úlfurinn hló kuldalega. „Hefurðu aldrei lesið ævintýri?“ hneggjaði nornin. „Veistu ekki að þau yrðu handónýt ef við tækjum upp á því að gera góðverk?" 80 TMM 1995:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.