Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 93
Gjöfult upptökusvæði
Hið óskiljanlega er andstyggilegt, en „hefur seiðmagn líka“, svo aftur sé
vitnað í Marlow í Innstu myrkrum. Þetta gerir „upptökusvæði“ Janusarhöf-
undanna sérlega gjöfult. í formála að bókinni Growing up Latino segja
ritstjórarnir ffá því hvernig þetta kemur fram hjá spænskumælandi höfund-
um í Bandaríkjunum. Þar er fjallað um baráttu höfimdanna við uppruna
sem sé ekki alltaf mikils metinn í nýja landinu; höfundarnir spænskumæl-
andi skoði hann, lofsyngi hann, niðri hann og hafni honum. „Þegar höfund-
urinn brýtur stöðu sína í menningarheimunum tveimur til mergjar skapar
hann nýja tegund bókmennta og oftastnær þriðju leiðina."6 Slíkir höfundar
verði þannig túlkendur menningar.
Með vissum hætti má halda því fram að Halldór Laxness hafí starfað á
sambærilegum mörkum, mörkum tveggja heima, bæði hvað varðar breyt-
inguna úr bændasamfélagi í iðnaðarsamfélag nútímans en þó einkanlega
vegna langdvala hans erlendis. Fleiri íslenska höfúnda mætti nefna í þessu
sambandi, svo sem Gunnar Gunnarsson og Stephan G., sem er ef til vill einna
merkastur fyrir íslenskar bókmenntir, því hann orti á íslensku í framandi
heimkynnum. Guðbergur Bergsson hefur náð sér að hluta til í sjónarhorn
útlendingsins með langdvölum á Spáni en kveðst forðast eins og heitan
eldinn að skrifa bækur sem mætti heimfæra upp á Spánverja af ótta við að
það verði tilgerðarlegt. Þó skrifar hann bækur sínar stundum erlendis og
telur útlegð á vissan hátt æskilega, því „það reynir meira á vit útlaga en
heimamanns, vegna þess að hann á hvergi heima nema í vitsmunum sín-
um.“7 Ef satt er, þá væri vissulega fengur að því að útlendingar eða útlensk-
ættaðir íslendingar gerðu meira af því að reyna vit sitt við ritsmíðar á íslandi.
En eigum við þá enga hreinræktaða Janusarhöfunda á íslandi? Sennilega
ekki. Við eigum enga innflytjendur sem hafa skrifað skáldskap. Að vísu eru
nokkrir sem hafa skrifað greinar, nýlegasta dæmið í ljósi þessarar umræðu
er sennilega Amal Rún Qase. En við eigum enga höfunda sem gegna svipuðu
hlutverki og Salman Rushdie, Amy Tan, Bharati Mukherjee, Maxine Hong
Kingston, Oscar Hijuelos, V.S. Naipaul eða Kazuo Ishiguro að ógleymdum
Milan Kundera, svo nokkur nærtæk dæmi séu nefnd. Við eigum ekki heldur
höfunda sem hafa alist upp meðal svokallaðra minnihlutahópa, svo sem Toni
Morrison og Alice Walker, Saul Bellow og Philip Roth, Louise Erdrich, Fae
Myenne Ng eða ástralska frumbyggjann Sally Morgan.
Förum við einhvers á mis?
TMM 1995:3
91