Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 94
Sálarlaust land Veronica Brady, þekktur ástralskur bókmenntafræðingur, bendir á að land- nám andans í nýjum menningarheimi sé allt annað en auðvelt. „Það felur í sér nokkurs konar endursköpun heimsins,“ segir hún.8 Salman Rushdie talar um landflutninga sem endurfæðingu í ritdómi um eina af bókum V.S. Naipauls9 og hinir illræmdu Söngvar Satans hefjast á endurfæðingu sem er afleiðing tortímingar. í þessu felst í rauninni að innflytjandinn verður að láta hluta af móðurmenningu sinni fyrir róða vilji hann samlagast hinu nýja þjóðfélagi, enda er útlegðin „sálarlaust land“, svo vitnað sé í áðurnefhda skáldsögu Rushdies. Móðurmenningin nýtist útlaganum að minnsta kosti ekki nema að nokkru leyti í „nýja heiminum“. Hann á til dæmis ekki sameiginlegar minningar með öðrum og það eitt getur skapað illbrúanlegt gljúfur milli fólks, eins og Eva Hoffman lýsir svo vel strax í titli bókar sinnar, Lost in Translation.10 Á mælikvarða nýja heimsins hafa innflytjendur gleymt stórum hluta ævinnar og getur það hæglega valdið óbærilegum léttleika. Höfundar eru misuppteknir af þessum missi. Til eru þeir, eins og ind- versk-bandaríska skáldkonan Bharati Mukherjee, sem virðast fagna því að losna við hluta af menningararfi sínum. Þannig sagði Mukherjee í viðtali við undirritaðan: Með þessum sögum, og ekki síður með skáldsögunni Jasmine, var ég að koma með nýjan boðskap inn í innflytjendabókmenntir — að það geti verið mjög hollt að sleppa hendinni af föðurlandinu. Það hefur verið viðtekin skoðun að fátt sé hörmulegra en að glata sínum upphaflega menningararfi. Þannig var það ekki í mínu tilfelli. Ég mun alltaf vita hver ég er, að Indland hefur mótað mig, en það er líka margt sem ég vil losna við af mínum menningararfi. Og svo er margt sem bara glatast, án þess maður geri sér grein fyrir því. Ég tel mig vera þegn hins nýja heimssamfélags. Og það er spennandi að vera frumherji.11 Eigi að síður felst í því ákveðinn missir, eins og Mukherjee ýjaði að á öðrum stað í sama viðtali, þegar hún gat þess að hún hefði verið „rænd“ vegna þess að í breska skólanum sem hún gekk í á Indlandi var lögð áhersla á breskar bókmenntahefðir á kostnað indverskra. Hún virðist því vera tvíbent í afstöðu sinni og í verunni gerir hún út á uppruna sinn hvað sem yfirlýsingum hennar líður, því allar taka bækur hennar að einhverju leyti mið af upphaflegu þjóðerni hennar þótt persónurnar séu í frumherjaleik. Þetta minnir á afstöðu sumra brottfluttra íslendinga: Þeir finna íslandi flest til foráttu um leið og þeir leiða gesti sína til stofu sem er skreytt íslenskum átthaga- og fjölskyldu- myndum, setja jafhvel íslenska tónlist á fóninn meðan snædd er nokkurs 92 TMM 1995:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.