Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 98
garðinum og hann kennir því um lát Onu, í því felist bölvun sem hann yfirfærir á Bandaríkin, þau hafi ekki staðið við gefin loforð. Með slíkum helgispjöllum reynist honum erfitt að lifa. Sambærileg helgispjöll eru einatt notuð í „Janusarbókmenntum" til að sýna hve ósamrýmanlegir menningarheimar geta verið. Þau eru ævinlega dýrkeypt, ef ekki íyrir sögupersónurnar, þá fýrir höfundana, eins og Salman Rushdie getur vitnað um. Sá sem stendur utan við, er orðinn hluti af annarri menningu, á auðveldara með að ofbjóða þannig upprunalega menningar- arfinum, hann getur horft á hann frá veraldlegu sjónarhorni,13 sem hinum innvígðu þykir einatt mikil ósvífni, en öðrum þykir í mesta lagi hispursleysi. Sambærilegt menningarlegt guðlast má til dæmis sjá hjá gyðingnum Philip Roth, en sumir rabbíar hafa látið að því liggja að best væri að koma þeim rithöfundi fyrir kattarnef. En menn koma sjálfum sér líka fyrir kattarnef í raunveruleikanum. I áðurnefhdri bók Evu Hoffman, Lost in Translation, segir höfundurinn, sem fluttist fr á Póllandi til Kanada þegar hún var þrettán ára, frá því að æskuvinur hennar, sem einnig flutti úr landi, hafi stytt sér aldur. Sögumaður veltir þessu fyrir sér: „[1] þessum nýja heimi verður maður líka að læra upp á nýtt, í hvert skipti frá byrjun, hvernig maður fer að því að halda áfram.“ (230) Hin tvíbenta staða konunnar Það er athyglisvert hversu meðvitaðar konur virðast vera um glímuna við menninguna og mætti sjálfsagt tína til lærðar skýringar í anda Lacans og Kristevu. Hér skal þó aðeins bent á hið augljósa, það er hve stóran þátt konur eiga í að koma hefðum til skila milli ættliða. Móðir mótar börn sín sam- kvæmt þeim forskriftum sem felast í menningararfleifð hennar. Börnin fá því viðmið hennar með móðurmjólkinni. Misvísandi skilaboð geta orðið afdrifarík á þeim vettvangi eins og við höfum þegar bent á, ekki síst þegar þau bætast ofan á kynjabaráttuna, því konur eru, eins og Kim Chernin hefur sagt, „nýju innflytjendurnir sem eru að fara yfir landamærin ffá gamla heiminum“14, þær eru að endurskoða hefðbundin kvengildi. Konuráborð við Bharati Mukherj ee, sem kemur frá landi þar sem j afhrétti hefur ekki átt upp á pallborðið, eru því í stöðu innflytjanda í tvennum skilningi og gætir þess í verkum hennar. Mukherjee fæddist á Indlandi, en hefur dvalið í Bretlandi, Sviss, Kanada og Bandaríkjunum, þar sem hún býr nú. Bækur hennar fjalla einatt um innflytjendur sem eru að fóta sig í nýju landi, sem eru að verða Bandaríkjamenn. Konur frá löndum eins og Indlandi skynja inngöngu sína í hinn nýja menningarheim gjarnan í formi kynferð- 96 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.