Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 106
Pétur Már Ólafsson Maður er svo öryggislaus1 — Um Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur Sumar skáldsögur hljóta þau örlög að lokast inni í ákveðinni túlkun. Fljótlega eftir að þær koma út skrifar einhver valinkunnur spekingur um skáldverkið, skýrir merkingu þess á sannfærandi hátt og má segja að verkið lifi upp frá því í skugga þeirrar túlkunar; túlkunin kemur í stað verksins, gerir það yfirborðskennt, veldur því að texti sem maður hefur aldrei augum leitt verður að „hinu fyrirfram lesna verki“. Þannig var afstaða mín, og kannski fleiri af minni kynslóð, til skáldsögunnar Leigjandans2 eftir Svövu Jakobs- dóttur. Leigjandinn hefur fyrir löngu hlotið sinn sess í íslenskri bókmennta- sögu en hann var sumsé fyrir mér „hið fyrirfram lesna verk“. Rétt eins og bækur geta lokast inni í ákveðinni túlkun má segja að eins konar „skæruliðahópar“ haldi sumum höfundum nánast í gíslingu. Aðdá- endur skáldsins bíða í ofvæni eftir nýju verki og taka því opnum örmum sem innleggi í hugmyndafræðilega baráttu þeirra. Aðdáendaklúbburinn skapar með þessu öfluga hefð í túlkun á verkum skáldsins. Svava er ágætt dæmi um þetta. Hún hóf feril sinn sem rithöfundur á sjöunda áratugnum og var meðal þeirra sem innleiddu módernisma í íslenskar prósabókmenntir. Á það hefur verið bent að með sögum hennar komi ný viðfangsefni inn í íslenskar bókmenntir og nýr tónn. I fyrstu smásagnasöfnum hennar voru sögur sem fjölluðu um konur og börn undir femínísku sjónarhorni. Þær fjölluðu um heimavinnandi húsmæður, einstæðar mæður, ungar stelpur og gamlar kon- ur. Nýja kvennahreyfingin — Rauðsokkurnar — tók Svövu upp á sína arma sem sinn höfund og las verk hennar sem innlegg í pólitískan áróður sinn: Það má segja að íslenskir vinstrimenn hafi tekið Svövu opnum örmum og hernámsandstæðingar fundu eitt og annað í verkum hennar sem þeir gátu nýtt sér í baráttunni. Þessir hópar gáfu tóninn um það hvernig ætti að túlka sögur hennar, sögðu í hverju gildi hennar sem rithöfundar fælist. Annað féll í skuggann sem er miður því að Svava átti mikinn þátt í þeirri endurnýjun sem varð í íslenskri sagnagerð á sjöunda áratugnum, fyrir utan að verk hennar eru annað og meira en einfaldar áróðursbókmenntir. Það sem einkennir verk hennar öðru fremur er furðuraunsæi, írónía, gróteska og mikill symbólismi. X 104 TMM 1995:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.