Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 110
að gerast en veit ekki hvenær það gerist, hvernig eða hvers vegna. Af þeim sökum má segja að „innrás“ leigjandans fylli aðeins út í form sem þegar er fyrir hendi. Segja má að hann sé í raun birtingarmynd hugmyndar. Það er eins og á heimilinu sé ókunnum gesti ætlaður sess, þar sé stóll sem aðeins sé ætlaður honum, — þeim sem konan bíður. Það er því eðlilegt að konan taki leigjandanum sem sjálfsögðum hlut og hreyfi engum mótmælum við „inn- rás“ hans. Leigjandinn fer í skoðunarferð um íbúðina um leið og hann er kominn inn úr dyrunum. Konan fylgir honum og sér þegar að allt er í ólestri: „Stofan var alls ekki nógu snyrtileg og hún fylltist gremju út í gesti sem komu að manni óviðbúnum, það mætti halda að þetta fólk kærði sig ekki um snyrti- legt umhverfi, eins og það væri ekki ánægt fyrr en það hefði gert sér hreiður úr drasli náungans" (12). Konan hefur upp mikla varnarræðu án þess að maðurinn ókunni hafi sett fram nokkrar ásakanir um óreiðu á heimilinu eða auma heimilishætti og þá hugsar konan vitaskuld: „Hvað bjó undir þessari uggvænlegu kyrrð?“ (13) Hún gerir þannig ráð fyrir að eina markmið leigjandans sé að finna snögga bletti á heimilishaldinu og þegar hann segir ekkert í þá veru er þögnin þrungin merkingu, kyrrðin ógnvekjandi. Konan virðist ekki greina á milli sín og heimilisins, hún er heimilið og heimilið hún, árás á það er árás á hana. Mörk sjálfsmyndar hennar mótast af veggjum heimilisins. Einnig hefur verið á það bent að í verkum Svövu, þar á meðal í Leigjandanum, mynda frelsi og öryggi andstæður. í gróteskum smásögum hennar öðlast konurnar frelsi með því að múra sig inni á heimilinu í bókstaflegri merkingu, frelsi og hamingja nást með því að loka sig ffá umheiminum. Og kannski ekki að ástæðulausu, — það eru allir að fylgjast með manni! Heimavinnandi húsmóðir er þannig frjáls. En það er ekki nóg með að leigjandinn sé kominn inn á heimilið og hleypi með því lífi konunnar í algjört uppnám: hvernig á hún að skýra veru hans fyrir konunum í hverfinu? Daginn sem leigjandinn birtist hafði konan hugsað sér að kaupa inn hjá fisksalanum en áður en hún fer af stað sér hún fyrir sér augnaráð kvennanna, þessi augu myndu fylgjast með henni meðan hún gerði innkaupin og það færi ekki framhjá þeim að hún keypti meiri fisk en vanalega og hún hugsar með sér: „það var ekki hægt að leyna dvöl mannsins. Hver vissi nema hann færi líka að sjást úti við? Hvað í ósköpunum mundi fólk halda þegar færi að kvisast að dveldist hjá þeim ókunnur maður? Hún varð að gera einhverja grein fyrir honum. En hvernig átti hún að fara að því? Ekki gat hún sagt að hann væri gestur. Fólk kunni venjulega einhver skil á gestum sínum. Var hún virkilega neydd til að segja sannleikann, bera öryggisleysi sitt á torg enn einu sinni?“ (19) En hún á svar við þessu. „Hún ætlaði ekki í fiskbúðina. Hún ætlaði að kaupa kjöt.“ (20) 108 TMM 1995:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.