Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 121
félagsframa. Loks verður dauðinn sífeOt nálægari og áþreifanlegri. „Getur Pétur ekki farið skrifa um eitthvað annað?“ heyrist stundum spurt, og mætti segja mér að hann viti vel af því. Hvort hann geti skrifað um annað, er að sjálfsögðu ekki á færi und- irritaðs að svara, en þó er næsta víst að rithöfundur, sem hefur eins góð tök á fagi sínu og Pétur, gæti það ef hann kærði sig um. Nær lagi er að ætla að listrænt ætlunarverk hans sé annað en að fæða af sér sem fjölbreytilegast safh sagna og kemur mér þá í hug það sem Frakkinn Alain Robbe-GriUet hefur sagt um eigið höfundarverk og þau æviverk annarra listamanna sem mest höfða til hans. Hann hrífst mest af verkum sem auðsjáanlega byggja á mjög fáum efnis- þáttum, en sem raðast saman í ný og sífeUt flóknari form. Hann líkir þessu við formgerð lífverunnar, sem byggist á aðeins örfáum amínósýrum sem raða sér upp í ótal form, allt frá einföldustu amöbu til mannsheilans, en svo er sagt að hann sé flóknasta fyrirbærið sem þekkist í alheiminum. Það er því ekki yrkisefnið sem skiptir svo miklu máli, heldur það sem höfimdi tekst að gera úr því, hvernig hann finnur sífeUt nýjar hliðar, útfærslur, lausnir, sem gera hon- um kleift að galdra ffam ný form í heim- inn, form sem ef til vill samræmast ekki viðteknum hugmyndum um veruleik- ann en færa okkur hugsanlega nær hon- um eins og hann er. Það er við hæfi að enda þessa grein um bók Péturs á því að vitna til Marcel Proust sem hann nefhir í fyrstu setningu hennar. Proust er einn þeirra höfunda sem hefur búið til flókið og viðamikið verk úr tUtölulega fábreytilegu safni yrk- isefna, enda lét hann ekki eftir sig nema eina bók, hina risavöxnu Leit að horfrt- um tíma. í ritgerð einni segir hann að máttur mikillar listar felist í því að geta rofið þá einangrun sem hver einstak- lingur býr við í skynjun sinni á heimin- um. Engir tveir skynja tilveruna eins en fæst okkar eru þess umkomin að geta miðlað reynslu okkar af henni. Aðeins listamenn, og alls ekki allir, geta gert öðrum kleiff að skynja heiminn eins og þeir, og þar með auðga samband þeirra við veruleikann. Þetta er það sem gerir listina svo mikilvæga: hún víkkar og dýpkar skynjun okkar á heiminum. Ekki veit ég hvert listrænt ætlunar- verk Péturs Gunnarssonar er, en sé það að dýpka skynjun okkar og skerpa skiln- ing á okkur sjálfum, íslendingum ættar- samfélagsins á velmegunaráratugunum, þá er óhætt að fullyrða að það hafi tekist. Torfi H. Tulinius Lím í sprungumar Vigdís Grímsdóttir: Grandavegur 7. Iðunn 1994.444 bls. Eitt af því sem einkennir hina vestrænu nýöld er að samband mannsins og hins yfírskilvitlega verður sífellt persónu- legra og innilegra. Það byggist ekki leng- ur svo mjög á sameiginlegri tilbeiðslu safnaðarins eða trúarsamfélagsins held- ur á nánum tengslum einstaklingsins við guðdóminn án milligöngu kirkj- unnar. Trúmaðurinn finnur traust í hinu nána „vináttusambandi" við Jesú Krist eða í dulrænum samruna við hinn andlega heim. Og þetta samband er ekki lengur boðunarsamband í þeim skiln- ingi að einstaklingurinn finni sig knú- inn til að boða öðrum sannfæringu sína. Hann lifir einn með vini sínum, sam- bandið við hann þarfnast engrar réttlæt- ingar frá söfnuðinum. Sögulega séð færist þessi innileiki smám saman yfir á hið veraldlega svið við upphaf nútím- ans, einhvern tíma um og eftir miðja 18. öld. Merking lífsins byggir ekki lengur á Jesú Kristi, Maríu, heilögum anda eða Drottni sjálfum heldur á staðgenglum TMM 1995:3 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.