Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 6
Kirkjuþing 1994
Nýkjörið kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar hið 25. í röðinni hófst Þriðjudaginn 25.
október. 1994 með messu í Bústaðakirkju.
Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup flutti predikun og annaðist altarisþjónustu
ásamt sr. Þorbimi Hlyn Amasyni biskupsritara.
Söngvarar úr kór Bústaðakirkju leiddu söng, en organisti var Guðni Þ.
Guðmundsson.
Að lokinni athöfii í ldrkjunni var gengið í safiiaðarsal kirkjunnar þar sem þingsetning
fór fram og fimdir þingsins vom haldnir.
Þingsetningarræða herra Ólafs Skúlasonar biskups.
Hæstvirtur kirkjumálaráðherra, biskupar og frúr, kirkjuþingsmenn og góðir
gestir.
Að venju göngum við úr kirkju til þingstarfa. Kirkjuþing er sem betur fer ekki
eitt um þá hefð. Alþingi íslendinga gerir hið sama og býr að langri sögu hvað það
áhrærir. Hjá okkur hér kemur þetta vitanlega út frá köllun kristins manns, sem kýs að
eiga stund frammi íyrir Guði sínum og lúta honum í bæn og tilbeiðslu. Og þeim mun
ríkari er þörfin með fullri nauðsyn, þegar gengið er mót einhveiju, sem nokkm skiptir
um málatilbúnað og lok.
Og sem betur fer finnum við hinn sama vilja hjá alþingismönnum, svo að vart
þekkist það lengur, að þar víki nokkur sér undan kirkjugöngu og bíði þingsetningar í
Alþingishúsi. Og slíkur rómur var gerður að messu síðustu þingsetningar og þakkaður
friður, sem einkenndi helgihald með hógværð í áminningu af stól, að ég leyfði mér að
varpa fram þeirri hugmynd við fúlltrúa stjómmálaflokkanna á fimdi þeirra með
kirkjuráði, hvort ekki væri vel við hæfi að hefja venjulega þingfúndi með ritningarlestri
og bæn, - í það minnsta við upphaf hvers mánaðar til að byija með. Þeim þótti
hugmyndin ekki ffáleit.
En kirkjuþing risi vitanlega ekki undir nafni, ef ekki fylgdi helgihald
þingstörfúm. Ekki aðeins messan við upphaf, heldur einnig lestur og bænariðja við
setningu hvers fúndar. Og þakka ég þeim, sem leiddu okkur í helgihaldi kirkjuþings nú
fyrir stundu. Þakka prédikun hins nýja vígslubiskups, séra Sigurðar Sigurðarsonar og
býð hann velkominn á sitt fyrsta kirkjuþing og altarisþjónustu hans og séra Þorbjamar
Hflyns Amasonar, biskupsritara, sem nú þjónar sínu síðasta kirkjuþingi - að minnsta
kosti um sinn. þá vil ég einnig þakka organistanum Guðna Þ. Guðmundssyni og
söngflokki úr kór Bústaðakirkju fyrir gott ffamlag sitt.
Fór vel á því, að fom messuhefð væri virt í þessari guðsþjónustu. Margir hafa
minnst þess, að fjögur hundmð ár em liðin ffá því, að Guðbrandur Hólabiskup
Þorláksson gaf út messubók sína, sem gengið hefúr undir nafninu Grallarinn og var
1