Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 295
1994
25. KIRKJUMNG
21. mál
Greinargerð.
A árunum 1991- 93 stóð Kjalamesprófastsdæmi fyrir sérstöku fræðsluátaki á
sjúkrastofnunum í prófastsdæminu. tilgangur þess var að efla samstarf kirkju og
sjúkrastofnana. Skipulögð var fyrirlestraröð ýmissa fyrirlesara, sem fjölluðu um málefni
er vörðuðu sálgæslu, sorg og sorgarviðbrögð og áfallahjáip. Þátttaka var mjög góð og oft
miklar umræður um málefnin. Við skipulagningu þessa starfs kom upp sú umræða að
heildaráætlun kirkjunnar varðandi hópslys væri ekki til.
Prófastar Kjalamesprófastsdæmis og Reykjavíkurprófastsdæma skipuðu þá nefnd
til að gera tillögur til úrbóta. Nefndin, sem skipuð var sr. Braga Skúlasyni, sr. Birgi
Ásgeirssyni, sr. Gísla Jónassyni, sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur og sr. Þorvaldi Karli
Helgasyni, sendi frá sér tillögur, sem em í nær öllum atriðum eins og þau 6 stefnuatriði er
birtast í ofangreindri þingsályktunartillögu. Hún var síðan samþykkt á héraðsfundum
hinna 3ja prófastsdæma á sl. hausti og vísað aflur til nefndarinnar, sem reyndar taldi sig
hafa lokið störfum, með þeim tilmælum að þeim yrði fylgt eftir í nánari útfærslu og
tillögum. Nefndin hefur komið saman aftur og m.a. haft samband við Almannavamir
ríkisins til að afla upplýsinga og leita eftir samstarfi. Forstöðumaður Almannavama hefur
bmgðist vel við þeirri málaleitan og fagnað samstarfi við kirkjuna.
Þar sem ofangreint starf er unnið á vegum 3ja prófastsdæma, en málið brýnt og
varðar kirkjuna í heild, telja flutningsmenn þingsályktunartillögu þessarar, að mikilvægt
sé að ofangreint undirbúnings- og tillögustarf fari ffarn á landsvísu. Því er það borið undir
kirkjuþing til að hljóta stuðning þess og til að þjóðkirkjan verði í heild aðili að slíkri
hópslysaáætlun.
Hópslys getur orðið af náttúmhamfömm eða mannavöldum. Hópslys er það
kallað, þegar umfang þess er meira en vakthafandi heilbrigðis-, öryggis- og þjónustuaðilar
ráða við. Þegar slíkt áfall ber að höndum er mikilvægt að um samræmdar aðgerðir verði
að ræða, til að nauðsynleg hjálp og úrlausn vandamála verði sem best skipulögð. Þá er
einnig brýnt að þeir aðilar, sem veitt geta hjálp, séu tiltækir.
Það hefiir margoft komið í ljós að prestur er mikilvægur hjálparaðili þegar
alvarleg áföll eða slys ber að höndum. Kunnátta hans og reynsla í sálgæslu og sálrænni
skyndihjálp er mjög dýrmæt. Prestar hafa þó iðulega verið einir að fást við of stór
verkefni, t.d. þegar sjóslys verða eða mannskaði af völdum náttúmhamfara. Þess em ófá
dæmi að prestar hafi verið komnir að örmögnun í neyðarþjónustu, án þess að
utanaðkomandi hjálp kollega eða annarra hafi borist.
Því teljum við mikilvægt að kirkjan sé aðili að skipulögðu hjálparstarfi og hafi
tiltæka áætlun um framkvæmd þess, þegar með þarf.
290