Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 146
1994
25. KIRKJUÞING
3. mál
fyrir breytingum á þeirri skipan. Hins vegar miðast þetta ákvæði frumvarpsins við það, að
hin árlega fjárveiting frá Alþingi - hið áriega framlag þess til þjóðkirkjunnar umfram
sérstakar fjárveitingar samkvæmt öðrum lögum - verði ákvarðað sem heildarupphæð, á
grundvelli ítarlegs rökstuðnings af hálfu kirlqu og ráðuneytis um fjárþörf kirkjunnar, er
stjómvöld þjóðkirkjunnar hafi til afiiota með þeim hætti, er þau telja nauðsyn til bera hveiju
sinni, án þess að Alþingi gefi ldrkjustjóminni nánar fyrirmæli um það, hvemig fénu skuli
varið. Ber þá þjóðkirkjan sjálf ábyrgð á ráðstöfun þessa fjár.
í 3. mgr. er þó lagt til, að launagreiðslur til starfandi presta þjóðkirkjunnar, sem
verið hafa á launum úr ríkissjóði, skuli hagað með óbreyttum hætti. Skilgreina þarf nánar,
hveijir teljist til starfsmanna þjóðldrkjunnar svo sem lagt er til í frumvarpinu, og er þá sú
sldlgreining forsenda þess, að unnt sé að ganga frá starfsreglum, sbr. 63. gr., um þetta atriði.
Um 4. gr.
Svo sem fyrr getur er ekki lagt til í fiumvarpi þessu að tengsl verði rofin milli
ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar enda þótt sjálfstæði þjóðkirkjunnar um innri málefni sín verði
aukið mjög frá því sem nú er. Er lagt til, að Kirkjumálaráðuneytið hafi, enn sem fyrr, með
höndum nauðsynleg tengsl við þjóðkirkjuna að því er varðar fjárlagagerð af hálfu
sljómarráðsins. Jafiiframt virðist rétt og sjáifsagt, að sama ráðuneyti hafi yfirumsjón með
því, að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni lögmæltan og stjómarskrárvarinn stuðning, en því
hlýtur einnig að fylgja umsjón með því að þjóðkirkjan og stofhanir hennar fari að lögum.
III. kafli
í m. kafla, sem er meginkafli frumvarps þessa, er fjallað í allítarlegu máli um stjóm
og starfsskipan íslensku þjóðkirkjunnar. Tekur það bæði til embættismanna hennar,
stjómarstofiiana og starfseininga, en um efiiisyfirlit kaflans vísast til VI. kafla hins almenna
hluta þessarar greinargerðar.
Haft skal í huga, að til þess er ætlast, að kirkjuþing samþykki sérstakar starfsreglur
(sjá einkum 63. gr.), sem verði til fyllingar og viðbótar mörgu því, sem kveðið er á um í
kafla þessum.
Rétt er að geta þess, að mörg ákvæði þessa kafla frumvarpsins eru tekin að
meginstofrii úr gildandi lögum og þá með þeim breytingum einum, sem leiða beinlínis af
þeirri skipan, sem frumvarpið byggist á, að stjómunarvald verði fært frá ráðherra til
kirkjulegra stjómvalda. Þykir að jafiiaði óþarfi að geta þessa atriðis sérstaklega um hveija
grein fyrir sig, sem þetta á við um.
Um 5. gr.
í ákvæði þessu, sem ætlað er að hafa almennt gildi um starfsvettvang íslensku
þjóðkirkjunnar, er áréttuð sú meginstefha höfunda frumvarpsins, sem þegar birtist, með
öðm orðalagi, í 1. mgr. 2. gr., að þjóðkirkjan ráði sjálf starfi sínu og starfsháttum innan þess
ramma, sem löggjafinn hefur markað.
Um 6. gr.
141