Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 38
FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR
Laugavegi 13, 4. hæð, 101 Reykjavík s. 62 36 00
ÁRSSKÝRSLA TIL HÉRAÐSFUNDA OG KIRKJURÁÐS 1994.
Umþóttunartími.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar tók formlega til starfa í janúar 1992 og fer því senn að
Ijúka sína þriðja starfsári. Þegar söfnuðirnir í Reykjavík samþykktu í febrúar 1990 að
koma á fót fjölskylduráðgjöf á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis var óljós þörfin
fyrir slíka þjónustu á vegum kirkjunnar. En eins og kunnugt er vildu fleiri
prófastsdæmi eiga aðild að fjölskylduþjónustunni og kirkjuráð einnig. Þá strax var
mörkuð sú stefna að gefa þyrfti starfinu einhvern tíma til að mótast í friði ef svo má
segja. Rætt var um að sá tími stæði út árið 1994. Nú fer honum senn að Ijúka.
Af því tilefni boðaði biskup til fundar í september s.l. með fulltrúum þeirra fjögurra
prófastsdæma sem voru stofnaðilar, próföstunum sr. Guðmundi Þorsteinssyni, sr.
Ragnari Fjalar Lárussyni, sr. Braga Friðrikssyni og sr. Tómasi Guðmundssyni,
ásamt með Ragnhildi Benediktsdóttur, stjórnarformanni og sr. Þorvaldi Karli
Helgasyni forstöðumanni FÞK. Þar var í senn litið til baka og horft fram veginn.
Fundurinn var mjög gagnlegur og uppörvandi þar sem ýmis gögn voru lögð fram er
varpa Ijósi á starfsemina fram að þessu og hugmyndir voru reifaðar um frekara starf
og framtíðarhorfur. Þótt FÞK hefði vonast til að geta aukið starfsemina með því að
ráða fleiri til starfa sem brýn þörf er á, þá var engu að síður gott að heyra að biskup
og prófastar lýsa því yfir að þeir vildu að fjárframlag næsta árs yrði óbreytt frá því
sem nú er. Fram kom hugmynd um að fá fleiri prófastsdæmi til samstarfs, helst öll,
og renna þannig styrkari stoðum undir reksturinn. Enda er Ijóst af óskum fjölskyldna
og í raun að þjónustan er fyrir alla landsmenn og fólk hvaðanæva af að landinu
sækir hingað aðstoð.
Hverjir koma með hvers konar vanda?
í árslok 1993 höfðu 300 fjölskyldur verið skráðar niður á árinu en ekki allar komið í
viðtöl af ýmsum ástæðum. Fleiri hafa haft samband til að spyrjast fyrir eða til að
leita ráðgjafar í síma. Alls voru viðtölin 599 á árinu og var það talsverð aukning frá
árinu áður. Til að mæta aukinni aðsókn og til að stytta biðtímann sem mest bætti
Ingibjörg Pála félagsráðgjafi við sig starfi (í 70%) en hún var í hálfu starfi eins og
Benedikt sálfræðingur er.
Eins og í fyrra höfðu flestar fjölskyldur samband við okkur beint, þ.e. án beinnar
milligöngu annarra, en æ fleiri koma vegna tilvísunar frá sóknarprestum eða öðrum
prestum sem fólk leitar til. En sá hópur sem á hugmyndina að því að vísa á okkur
og vekur hvað mesta athygli eru fjölskyldur sem hafa verið hér í viðtölum. Vinir
benda vinum á okkur og mæla með því út frá eigin reynslu. Aðrir tilvísunaraðilar eru
félagsmálastofnanir sveitarfélaganna, dómsmálaráðuneytið einkum í málum er
snerta umgengni, sömuleiðis sýslumannsembættin, námsráðgjafar
framhaldsskólanna, og aðrir sérfræðingar og stofnanir sem ekki vinna eins mikið
með fjölskyldur og við gerum. Þá vísum við líka til annarra sem hafa sérhæft sig á
ákveðnum sviðum eins og áfengismeðferð (SÁÁ), sifjaspellum (sérhópur og
Stígamót), og varðandi ofbeldi á konum (Kvennaathvarfið).
20.10.1994
33