Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 148
1994
25. KIRKJUÞING
3, mál
Um 17. gr.
Ákvæði þetta er nýmæli. Mildlvægt er, að komið sé á samstarfsgrundvelli milli
biskups íslands og vígslubiskupanna, svo sem hér er lagt til.
Um 18. gr.
Um meginhugmyndir þær, sem liggja að baki ákvæði þessarar greinar, vísast til
þess, sem fram kom í hinum almenna hluta þessarar greinargerðar. Lögð er áhersla á að
marka kirkjuþingi stöðu sem asðsta stjómvaldi irrnan íslensku þjóðkirkjunnar og valdsvið
þess aukið frá því sem nú er. Kirkjuþingi er þó eigi ætlað alræðisvald, sbr. m.a. það ákvæði
greinarinnar, að prestastefna skuli íjalla um reglur er varða kirkjulegar athafiúr, er hafa
trúariegt gildi, áður en þær verði samþykktar á kirkjuþingi.
Um 19. gr.
Hér er um nokkrar breytingar að ræða frá því nú er. Fulltrúum er fjölgað lítillega.
Tólf eru kjömir úr hópi leikmanna en þrettán úr hópi guðfræðinga. Af guðfræðingum em
ellefu kjömir úr hópi sóknarpresta, einn fulltrúi sérþjónustupresta og einn fulltrúi
guðfiæðideildar Háskólans. Með tillögurétt og málfrelsi en ekki atkvæðisrétt sitja
vígslubiskupamir báðir, fulltrúi kirkjumálaráðherra og biskup Islands sem er jafhframt
forseti kirlguþings. Úr Hólastifti skulu koma þrír leikmenn og þrír sóknarprestar, úr
hveijum landshluta (4) í Skálholtsstifti skal koma einn leikmaður og einn sóknarprestur,
Reykjavíkur og Kjalamesprófastsdæmi skulu senda fimm leikmenn og §óra presta, þar af er
einn leikmaður og einn prestur úr Kjalamesprófastsdæmi.
A fimdum nefiidar þeirrar, er samdi þetta lagafrumvarp, var rætt mjög ítarlega um
skipan kirkjuþings. Var þá m.a. ijallað um tengslin milli þingsins og biskupsembættisins.
Var þá sú hugmynd reifuð, að aðskilja bæri valdsvið kirkjuþings, annars vegar, og biskups
hins vegar með því að búa svo um hnútana, að kirkjuþing yrði í sem fyUstum mæli sjálfstæð
og lýðræðislega kjörin stofiiun, sem hefði sinn eigin forseta og nefndir, sem störftiðu að
einhverju leyti allt árið. Ennfremur að kirkjuþing hefði sína eigin stjómsýslu til þess að
undirbúa störf þingsins og til þess að koma samþykktum þess í framkvæmd. Biskup Islands
ætti að vísu sæti á kirkjuþingi en tæki þar eigi formlegan þátt í afgreiðslu mála. Honum væri
hins vegar heimilt að taka til máls hvenær sem væri og þyrfti ekki að skrá sig á
mælendaskrá. Ennfremur hefði hann rétt til að tilnefiia ákveðinn §ölda þingfulltrúa. Með
þessu yrði komið í veg fyrir, að biskup verði eins konar framkvæmdastjóri kirkjuþings, sem
lúti ákvörðunum og samþykktum þess og geti jafnvel orðið í minnihluta við
atkvæðagreiðslur. Hann gæti þá fremur en nú er helgað sig andlegu leiðtogahlutverki
biskups eins og það hefur víða mótast í lútherskri kirkjuhefð.
Nefiidin varð hins vegar ásátt um að bera þessa tillögu ekki fram í frumvarpsformi
heldur láta nægja að benda á hana hér og minna á, að sú skipan mála, sem fyrr var lýst, er
viðtekin í lútherskum kirkjum í sumum grannlöndum okkar. Engu að síður má greina
nokkur áhrif þessarar stefiiu í sumu þvi, er nefiidin leggur til að lögfest verði um kirkjuþing.
Nefiidin telur, að kirkjuþing, í breyttri mynd, eigi sjálft að móta starf sitt á næstu
árum og hefur því ekki gert mjög ítarlegar tillögur í frumvarpinu um einstaka starfsþætti
143