Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 242
1994
25. KIRKJUÞING
13, mál
Um 9. gr.
Nauðsynlegt er að setja samræmdar reglur um úttektir. Úttektir,
svo sem þær hafa verið ffamkvæmdar á prestssetrum, hafa þann kost að þar
er unnt að fá skráð á einum stað, hvemig ástand prestsseturs er og
réttindum þess varið, hvort sem er við prestaskipti eða meðan prestur situr í
embætti. Þá er unnt að taka út hvemig umgengni um prestssetrið er og
hvort það er sæmilega setið. Úttektir hafa þá kosti að haldið er utan um
málefni prestssetursins, auk þess sem þetta veitir visst aðhald.
Úttektarmenn hrepps annast úttekt á prestssetursjörð, en úttektir
með sama hætti og úttektir á jörðum á prestsseturshúsum í þéttbýli hafa
ekki tíðkast, þótt algengast sé að prófastur taki út prestsseturshús. Eðlilegt
er að gera breytingu þar á, þannig að úttektarmenn samkvæmt
húsaleigulögum taki prestsseturshús í þéttbýli einnig út við prestaskipti og
af öðmm réttmætum ástæðum.
Um 10. gr.
I ljósi þess markmiðs kirkjunnar að varðveita prestssetrin vel og
helst að skila þeim í betra ásigkomulagi til viðtakandi presta ffamtíðarinnar,
svo og þess einnig að öll nýting fjármuna sé sem best, og að prestssetrin
megi verða kirkjunni til sóma, er mikilvægt öryggisatriði að einhvers konar
eftirlit sé haft með þeim. Slíkt eftirlit á ef vel er einnig að geta verið
stuðningur og leiðbeining fyrir presta sem sitja prestssetur.
Til að stuðla að ofangreindum markmiðum með sem hagkvæmustum
og bestum hætti er hér lagt til að sú aldagamla regla að prófastar hafi eftirlit
með prestssetrum í prófastsdæmi sínu haldist í stjómsýslu kirkjunnar. Hér
skal áréttað að málefni prestssetra eru nú nánast algerlega málefni
kirkjunnar. Þarf ekki að fjölyrða um nauðsyn þess að viðhalda þessu
effirliti. Þá verður ekki annað séð en að þetta sé hagkvæmasti kosturinn
fyrir kirkjuna, því auk reynslu sinnar og þeirrar yfirsýnar sem prófastar hafa,
starfa sinna vegna í prófastsdæmi, þekkja þeir til aðstæðna á hveijum stað
og í prófastsdæmi að öðm leyti. Eftirlit þetta á einnig, ef vel tekst til að
geta auðveldað prófostum til mikilla muna, að gera tillögur til hlutaðeigandi
stjómvalda um úrbætur og breytingar á prestssetmm sem geta leitt til
batnaðar. Prófastar verða því væntanlega miklu betur í stakk búnir til að
taka þátt í og eiga hlutdeild í stefhumörkun til frambúðar að því er varðar
prestssetrin, bæði einstök prestssetur svo og almennt. Prófastar koma fram
við þessi eftirlitsstörf sem eftirlitsmenn biskups og hefiir stjóm
prestssetrasjóðs því ekki beint aga- eða skipunarvald yfir þeim. Hins vegar,
237