Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 29
1994
25. K3RKJUÞING
1. mál
enn mikið verk óunnið, þótt mikill tími hafi farið í drögin, sem liggja fyrir og
töluverður kostnaður.
Kirkjuráð það, sem gegnt hefiir störfum fram til þess, að nýtt verður kosið
undir lok þessa þings, hefixr sinnt verkefhum og viðfangsefiium af mikilli kostgæfrii.
Fundir eru jafiiaðarlega hvem mánuð nema yfir hásumarið. Þá eru í það minnsta
tveir fundir, sem standa í nokkra daga, þ.e. aðalfundur ráðsins og þegar úthlutað er
úr jöfhunarsjóði. Samstarf okkar hefur styrkst og eflst með aukinni kynningu
innbyrðis og við þau verk, sem leysa ber hveiju sinni. Vil ég nota þetta tækifæri til
þess að færa prestunum tveim og leikmönnunum tveim, sem starfað hafa með mér í
kirkjuráði þetta kjörtímabil, mínar innilegustu þakkir. Ég virði störf þeirra og met
fómfysi þeirra og hugsjónagleði í þjónustu við kirkjuna og herra hennar.
Þá vil ég einnig þakka starfsfólki á biskupsstofu fyrir lofsvert starf. Vil ég
sérstaklega nafiigreina frú Ragnhildi Benediktsdóttur, en mál vegna húsakaupa og
Skálholts, auk prestssetranna hafa hvílt að mestu leyti á hennar herðum. Þá vil ég
einnig þakka biskupsritara, séra Þorbimi Hlyni Amasyni fyrir samstarfið, ekki aðeins
þetta ár, heldur þann tíma, sem hann hefur starfað mér til aðstoðar. En hann hefur
lýst því yfir að hann hyggist hverfa aftur til prestakalls síns að Borg næsta sumar.
Er sr. Þorbjöm Hljmur fyrsti biskupsritari, sem ráðinn er samkvæmt nýrri reglu um
tímabundna þjónustu og sé um að ræða persónulegan aðstoðarmann biskups en ekki
fast embætti. Hygg ég þetta fyrirkomulag sé bæði sjálfsagt og eðlilegt og þarf hver
biskup að hafa hönd í bagga með ráðningu þess manns, sem hann hefur mest og
nánast samstarf við.
Af öðm sviði á biskupsstofu, þá vil ég geta þess, að dr. Bjöm Bjömsson hefur
aftur horfið til kennslu sinnar við Háskóla íslands og vil ég færa honum sérstakar
þakkir fyrir störf hans sem fræðslustjóri kirkjunnar. Þekking hans og gáfur hafa nýst
sérstaklega vel og verður þessarar þjónustu hans lengi minnst og þá skal ekki síst
hafður í huga "Leikmannaskólinn" og ötult og vinsælt starf hans. Séra Bemharður
Guðmundsson á eitt ár eftir af leyfi sínu til þjónustu við Lútherska heimssambandið
og hef ég ráðið séra Öm Bárð Jónsson til að gegna störfum fræðslustjóra þennan
tíma. Og er hann boðinn sérstaklega velkominn í þetta þýðingarmikla embætti.
Eins og ég gat um í upphafi er það margt, sem kemur til umræðu á fimdum
kirkjuráðs og er aðeins nokkurra höfiiðmála getið hér að framan auk þess, sem fylgir
í ffamhaldi yfirlitsræðu minnar. Þó hefur eitt mál án nokkurs vafa tekið meiri tíma
og verið rætt á fleiri fundum en nokkuð annað árin fjögur en það eru málefiii
Skálholts og Skálholtsskóla Fer það að líkum, þar sem biskup og kirkjuráð bera
sérstaka ábyrgð á þeim göfga stað.
24