Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 40
FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR
Laugavegi 13, 4. hæð, 101 Reykjavík s. 62 36 00
eftir að hingað sæki djáknanemar sér handleiðslu á meðan starfsnámi þeirra
stendur, vikulega í átta vikur. í handleiðslunni er lögð áhersla á samskipti í starfinu
út frá nemanum sjálfum, þá glímu sem hann eða hún á í, er mætti verða til að auka
sjálfsöryggi í starfi. Það er eftirtektarvert hversu vel er fyrir þessu hugsað af hálfu
nefndarinnar strax í byrjun nýs náms, hvað sem verður svo þegar djáknar hefja
störf í söfnuðunum. Stjórn FÞK vill styðja við bakið á þessu nýja námi og hefur
samþykkt að stofnunin greiði það sem á vantar til að djáknanemar fái
handleiðsluna ókeypis. Ingibjörg Pála mun annast handleiðsluna af hálfu FÞK.
Kristín Gústavsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur frá Gautaborg hefur
komið reglulega til að handleiða starfsfólk FÞK nokkra daga í senn. Hún var hér í
apríl og í ágúst og kemur aftur um áramót. Það er mikill fengur fyrir starfsfólkið og
stofnunina að eiga að svo reynslumikinn og vandvirkan handleiðara eins og Kristín
er. Ef eitthvað er þá hafa dagarnir með henni verið helst til fáir og mættu vera oftar.
Samstarfsfundir hjá starfsfólki hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfseminni.
Alla miðvikudagsmorgna er farið yfir biðlistann, atburðir liðinnar viku eru ræddir svo
og dagskráin framundan. Þá ræðum við saman um þau mál sem okkur finnst við
þurfa að fá aðstoð með hvert hjá öðru. Þetta er ómetanlegt í alla staði fyrir okkur
sjálf og starfið í heild.
Ár fiölskvldunnar í kirkjunni.
Eins og við greindum frá í fyrra gerðum við ásamt Sigríði Arnardóttur, fjölmiðla-
fræðingi og dr. Sigrúnu Júlíusdóttur, dósent, drög að handriti fyrir sjónvarp um
málefni hjónabandsins. Það er skemmst frá því að segja að enn hefur ekki fengist
fjárveiting til þessa verkefnis en þess í stað stóð sami hópur fyrir gerð fjögurra
útvarpsþátta, sem fluttir voru mánudaga í maí og voru þeir byggðir á því efni sem
við höfðum unnið. Þetta samstarf var mjög ánægjulegt og var vissulega þáttur í
fræðslustarfi okkar, um leið og það varð kynning fyrir FÞK.
Hvarvetna blasa við opnar dyr fyrir ráðgjöf, fræðslu og umönnum. Ég hef víða farið
og flutt fyrirlestra í tilefni af ári fjölskyldunnar, bæði í skólum, söfnuðum og hjá
félögum og samtökum. Sem gott dæmi um fræðslustarf og þá miklu velvild sem
kirkjan nýtur og möguleika sem við höfum á alþjóðaári fjölskyldunnar vil ég nefna
kirkjuviku á Akureyri sem mér var boðið að taka þátt í. Þar heimsótti ég ásamt
sóknarprestum alla framhaldsskólana og fékk til ráðstöfunar eina kennslustund á
sal. Alls náðum við eyrum 1100 nema og tókst það vel, enda þótt hæpið sé að
vinna með svo stóran hóp í einu en í einum skólanum voru um 400 nemar á sal. Og
nýlega var ég einn þriggja fyrirlesara á fyrstu landsráðstefnu samtakanna Heimili
og skóli sem haldin var í Reykholti í Borgarfirði.
Á prestastefnu í sumar í Vestmannaeyjum flutti Þorvaldur Karl erindi um ár
fjölskyldunnar í kirkjunni og gerði m.a. grein fyrir starfi nefndar um mótun
fjölskyldustefnu á grunni samþykktar frá síðasta kirkjuþingi. Fimm mann nefnd var
skipuð til að vinna það verk og var Þorvaldur Karl tilnefndur af hálfu FÞK. Fundir
20.10.1994
35