Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 212
1994
25. KIRKJUÞING
12. mál
Skýrt skal tekið fram, að ekki er við tiltekna einstaklinga að sakast hversu staða
þessara mála er óljós að mörgu leyti, eins og hér heíur verið rakið. Þar kemur margt
annað til. M. a. má nefna það atriði að réttarstaða kirkjueigna hefur lengi verið umdeild
og margs konar álitaefni þar uppi. Lögin um prestssetur eru m. a. viðleitni til að skapa
þjóðkirkjunni möguleika til að leysa þann vanda sem rakinn hefur verið, að því er þær
eignir varðar.
Hin nýkjöma stjóm prestssetrasjóðs stóð í ársbyijun þessa árs frammi fyrir
miklum verkefnum eins og áður hefur komið fram.
Líta má á prestssetrasjóð sem nokkuð stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða,
með ársveltu upp á u.þ.b. 62 millj. kr. og heilmikinn rekstur. Eignimar, sem stjómin
stýrir, em sennilega nokkur hundmð milljóna króna virði og sumar þeirra verða
tæplega metnar til fjár. Um prestssetur em sennilega gerðir nokkur hundmð samningar
á ári, ef verksamningar em teknir með. Einnig em til umfjöllunar starfstengdir og
persónulegir hagsmunir þeirra presta sem sitja prestssetrin. Prestssetrin em ennfremur
menningarmál að nokkm leyti. Viðfangsefiii prestssetrasjóðs em því bæði íjárhagsleg
og ófjárhagsleg ef svo má segja og spanna ótrúlega víðfeðmt svið.
Allir stjómarmenn - þ.m.t. varamenn - prestssetrasjóðs, nema formaður komu
að þessu verki í fyrsta skipti, og þurftu menn því að kynna sér málaflokkinn rækilega.
Stjómin varð vitanlega að huga að því hvemig rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins
skyldi hagað, hvers konar starfsmannahald átti að vera og hvemig átti að skipta
verkum. Til að byija með var ákveðið að rekstur sjóðsins yrði með svipuðu sniði og
var meðan dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafði með málaflokkinn að gera. Varð úr,
að byggingaeftirlitsmaður ráðuneytisins, Sigurgeir Ingimarsson, flyttist með
verkefnunum á biskupsstofú, enda ófáir sem þekkja betur til prestssetranna að mörgu
leyti. Þá sinnir starfsfólk biskupsstofú öðmm verkefnum sjóðsins, eftir því sem við á.
Starfsfólk biskupsembættisins hefúr vitanlega ekki fengist við umsýslu með prestssetur
áður, þannig að það kemur nýtt að þessu einnig.
Stjómin varð ennfremur að gera einhver drög að starfsáætlun fyrir yfirstandandi
ár, þannig að brýnustu viðhaldsframkvæmdir héldu áfram.
Að öðm leyti hefúr stjómin talið eðlilegt að reynt yrði að móta einhveija
framtíðarsýn, svo vinnubrögð og nýting fjármuna yrði sem best. Má í því sambandi
vísa til upphafs greinargerðar með starfsreglum prestssetrasjóðs. Fullyrða má að
viðhorf og afstaða til máleftia prestssetranna hafi breyst við þá breytingu sem varð um
áramótin síðustu. Eftir að þessi málaflokkur er kominn undir stjómsýslu kirkjunnar
sjálfrar hefúr metnaður aukist frá því sem var. Þessu fylgir einnig að ábyrgðin er nú
kirkjunnar.
Eins og fram kemur í ákvæði til bráðabirgða í lögum um prestssetur, ber
stjóminni að setja sér starfsreglur. Stjómin vann að því máli og vom fyrstu drög
starfsreglna ásamt skýringum eða greinargerð, kynnt á prestastefhu í Vestmannaeyjum
á liðnu sumri. Þar er leitast við að koma böndum á málefni prestssetranna, með því að
setja fram almennar reglur um starfsemi sjóðsins, réttarstöðu presta og sjóðs,
stjómsýslu hans o. fl., en allt þetta verður að vera í samræmi við stjómkerfi kirkjunnar
sjálfrar. Vandinn hér er sá, að stjómkerfi kirkjunnar tók einnig breytingum um síðustu
207