Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 170
1994
25. KJRKJUÞING
8, mál
fjölskyldunnar af fleiri þáttum, sem vafalaust valda enn meiru um lífslánið. Þá
beinast sjónir að hinni innri gerð fjölskyldulífsins, hvemig þau sem Qölskylduna
mynda, á öllum æviskeiðum þeirra, eru undir það búin að sálar- og siðferðisstyrk
og atgervi öllu að ganga saman lífsgönguna.
Sé farsæld ijölskyldunnar skoðuð í þessu heildarsamhengi ytri búnaðar og innri
gerðar mun koma í ljós að þann styrk sem fjölskyldan þarfnast jafht í meðlæti
sem mótlæti sækir hún til þess innri styrks í andlegum skilningi sem hún hefur sér
til stuðnings. Samræmd, heilsteypt fjölskyldustefna er reist í senn á ytri og innri
búnaði fjölskyldunnar og á gagnkvæmri viðurkenningu á mikilvægi hvors tveggja
fyrir heilladijúgt fjölskyldulíf'.
Biskup og kirkjuráð skipaði með bréfi dagsettu 20. janúar 1994 nefnd til að vinna að
mótun fjölskyldustefnu á grunni kristinnar trúar. Nefndin er þannig skipuð:
Bjöm Bjömsson, prófessor, formaður, skipaður án tilnefningar.
Erla Þórðardóttir, deildarstjóri, skipuð án tilnefningar.
Magnea H. Bjömsdóttir, leikskólakennari, tilnefnd af Landssamtökunum heimili
og skóh.
Sigrún Aðalbjamardóttir, prófessor, tilnefnd af þjóðmálanefnd kirkjunnar.
Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður, tilnefndur af Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar.
María Agústsdóttir, aðstoðarprestur, hefur starfað með nefndinni.
Inngangur
A undanfomum áratugum hefur þjóðfélagið gengið í gegnum mikið breytingaskeið ffá
tiltölulega einhæfu sveitasamfélagi í flókið borgarsamfélag. Ytri kjör og aðstæður hafa
samhliða tekið stakkaskiptum. Lífaldur fólks hefur hækkað, skólaganga lengst til muna,
húsakynni batnað, og heilsuþjónusta stómm bætt. Stórstígar tækniframfarir og aukin
velmegun hafa haft sín góðu áhrif.
Fjölskyldan hefur þurft að horfast í augu við og mæta þessum miklu
þjóðfélagsbreytingum. Hún hefur þreifað sig áfram og ekki er nema von að sumt hafi
farið úrskeiðis á þeirri hraðferð inn í nýjan tíma. Margur hefur þurft að vinna
myrkranna á milli og ekki getað sinnt heimilislífinu sem skyldi. Uppstokkun hefur átt
sér stað í hlutverkum kynjanna og aldagamlar venjur verið teknar til endurmats í einni
svipan. Hlutverk fjölskyldunnar hefur því breyst og hún reynt að laga sig að breyttum
165