Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 21
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
undir frekari kostnaðarliðum, þar sem er greiðsla til presta vegna útfara og
grafartaka. Við þetta bætist svo, að aðstöðugjöld hafa verið felld niður. Njóta
kirkjugarðssjóðir að vísu timabundinna framlaga til að mæta þeirri niðurfellingu, en
sú upphæð er þó mikið skert frá því, sem áður var, svo að fyrir þetta ár er framlagið
aðeins tæpur helmingur þess, sem aðstöðugjöldin hefðu skilað kirkjugörðum.
Það þótti þó betra að þiggja þetta framlag við niðurfellingu aðstöðugjalda,
heldur en sitja uppi með algjörlega skertan hlut, enda bentu fulltrúar vinnuveitenda á
það, að óeðlilegt væri að fyrirtæki væru skyldug til þess að greiða til kirkjugarða.
Þetta framlag til kirkjumálasjóðsins er því ekki viðbótargjald ríkissjóðs, sem
rennur til kirkjunnar, heldur er um að ræða svo sem fyrr segir, skerðingu á
kirkjugarðsgjöldum og er hún nú varanleg, en var fyrr ákveðin frá ári til árs.
En nauðsynlegt er að huga að stöðu kirkjugarða með þessar breytingar í
huga, annars vegar hina varanlega skerðingu og hins vegar aukningu verkefha, og
væri mjög miður, ef ekki verður hægt að halda áffarn á hinni sömu braut, sem
vörðuð hefur verið á liðnum árum, með fegrun garðanna og skipulagningu allri, sem
verið hefur til mikillar fyrirmyndar. Má greinilega sjá það um allt land, hversu
stjómir garðanna hafa lagt sig fram um að sinna verkum sínum svo að eftirtekt hefur
vakið.
En ffamhjá hinu megum við þó ekki líta, að þrátt fyrir þennan kostnaðarauka
kirkjugarðanna, fær kirkjan aukið sjálfstæði og meira svigrúm til þess að skipa
sínum málum eftir því, sem stjómunaraðilar kirkjunnar telja heppilegast. Mæðir þar
vitanlega mest á kirkjuþingi, sem vex vonandi með verkefnum sínum. Sagði ég í
yfirlitsræðu minni í fyrra, að ég teldi kirkjuþing risi ekki undir nafhi og væntingum
fyrr en það fengi síðasta orðið í íjármálum kirkjunnar ásamt með skipulagsmálum.
Þykir mér rétt að árétta þetta nú eftir að skref hefur verið stigið í þessa átt.
Og enn má nefna það, sem mikilsverðan þátt í þessu máli, að nú hefur skapast
ffiður um prestssetrin og að þau lúta alfarið stjóm og umsjá kirkjunnar sjálfrar. Og
er eðlilegt að benda á það, að lögin staðfesta nú, að prestssetrin em hluti af embætti
prestsins, þ.e. þau eru nokkurs konar sjálfseignarstofnanir, sem tengjast
prestsembættinu með sérstökum hætti, og presturinn er ábyrgur fyrir vörslu þeirra
og ásigkomulagi með töluverðri ábyrgð. Og legg ég enn áherslu á það, að með
þessum nýju lögum er algjörlega horfið frá því viðhorfi, að presturinn sé nánast eins
og hver annar leigjandi í húsnæði á vegum ríkisins.
16