Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 25
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
prestastefnu fyrir 25 árum, þar sem prestar hétu að gefa hluta launa sinna til
hjálparstarfs á vegum þessara samtaka. Fjárhagurinn hefur alla tíð verið þröngur, og
er svo komið, að nauðsynlegt er að skírskota til safnaðanna sjálfra um bein
fjárffamlög. En mál standa þannig nú, að söfnuðir landsins ná ekki prestum sínum í
fjárgjöfum. Verður tillaga kynnt hér á þinginu um skipulagt framlag safnaða til
þessarar stofiiunar kirkjunnar, sem svo sannarlega hefur orðið til mikils gagns bæði
heima og erlendis. Að öðru leyti vísast til ffamlagðrar skýrslu hjálparstofnunarinnar,
en þar er lögð áhersla á, að hjálparstofhunin er hluti kirkjunnar og stofiiun sóknanna
og ætti þeim að vera það bæði ljúft og skylt að styðja hana með reglulegum
ffamlögum.
Miðstöðvar fólks í atvinnuleit hafa starfað bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Hefur starfið miðast að því bæði að byggja hina atvinnulausu upp með góðum
samverustundum, en einnig að miðla fræðslu, sem að haldi getur komið. Þá er
ráðgjafaþjónusta einnig starffækt og bent er á þörf þess að endurskoða
velferðarkerfið í ljósi aukins atvinnuleysis.
Skylt þessari starfsemi er starf Þjóðmálanefndar, sem gaf út á þessu ári rit um
málefni atvinnulausra og heitir "Berið hver annars byrðar". Er þar að mestu leyti að
finna erindi ffá ráðstefiiu, sem þjóðmálanefhd boðaði til í samvinnu við
landssambönd launþega og atvinnurekenda og haldin var 17. mars á síðasta ári.
Einnig má á ári fjölskyldunnar geta annars rits þjóðmálnefndar, sem hefur að
geyma erindi af því tilefhi. Heitir ritið "Staða heimilis og fjölskyldu í íslensku
þjóðlífi".
Þá er þjóðmálanefiid að undirbúa ráðstefnu um náttúruvemd og umgengni við
landið og er þar í samvinnu við Siðffæðistofiiun Háskóla íslands og kirkjunnar og
umhverfisráðuneytið.
Fjölmiðlamál vom til umræðu á síðasta þingi og samþykkt, að biskup skyldi
skoða þau mál með tilliti til þess, hvort unnt mundi að ráða sérstakan
fjölmiðlafulltrúa fyrir kirkjuna. Ekki fer það á milli mála, að kirkjan á nokkuð undir
högg að sækja með fféttir og umfjöllun í fjölmiðlum, þ.e.a.s. um þau mál, sem túlka
starf kirkjunnar að hinum ýmsu velferðarmálum, fjölskyldumálum,
safhaðamppbyggingu og öðm því, sem vel má gagna þeirri þjóð, sem við viljum og
emm að þjóna. Hitt skortir ekki, að ijölmiðlar em næmir fyrir því, sem miður fer að
þeirra mati.
Eg kvaddi því sérffæðinga á þessu sviði til skrafs og ráðagerða og fékk í
hendur álitsgerð þeirra, sem ég læt hér fylgja skýrslu minni sem fylgiskjal. En
20