Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 178
1994
25. KIRKJUÞING
8, mál
Fjölskyldan er samfélag rétt eins og kirkjan, skólinn, þjóðfélagið. Enginn er án
samskipta við aðra. Maðurinn vill ekki vera einn og er ekki einn. Hann þráir líka að
eiga gott samfélag við aðra. Við viljum eiga náið og kærleiksríkt samfélag við aðra, þar
sem við fyllumst sannri gleði og mætum amstri og áföllum hins daglega lífs studd af
öðrum. Fjölskyldan, sem er grunneining þjóðfélagsins, hefur frá upphafi gegnt m.a. Því
mikilvæga hlutverki að uppfylla þörf og þrá okkar fyrir náið samfélag við aðra. Innihald
þess samfélags byggir á kærleika og réttlæti.
2.2 Fjökkylda
En hvað er fjölskylda? I rauninni verða allar skilgreiningar erfiðar og takmarkaðar.
íslenska orðið Qölskylda hefur að vissu leyti útilokað ákveðinn hóp í fjölskyldu
nútímans þar sem um skyldleika er ekki alltaf að tefla. Mikilvægt er að halda sig við
það sem við sjálf teljum vera fjölskyldu, hvort heldur það er hjónaband án bama,
einstætt foreldri með bam, sambúðarfólk með fósturböm, eða afi búandi einn sem hluti
af stærri fjölskyldu. Væntanlega er um að ræða einhver tengsl einstaklinga, skyldleika
eða náinnar vináttu, blóðbanda eða ekki, lagaleg eða ekki, undir sama þaki eða ekki,
samband sem tengir einstaklinga svo saman að þeir deila lífi sínu hvergi annars staðar
með þessum hætti.
I gögnum Landsnefndar Félagsmálaráðuneytis (1994) á alþjóðlegu Ári fjölskyldunnar
er að finna eftirfarandi skilgreiningu:
“Fjölskylda er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila
tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum. Meðlimir em
oflast fullorðnar manneskjur af báðum kynjum, eða einstaklingur, ásamt bami
eða bömum (þeirra). Þau em skuldbundin hvert öðm í siðferðilegri,
gagnkvæmri hollustu”.
Hér skal bent á aðra skilgreiningu sem hafa má til hliðsjónar:
Fjölskyldan er mikilvægasta eining mannlegra samskipta þar sem manneskjan
þroskast og dafnar í skjóli gagnkvæms kærleika, ábyrgðar, virðingar og trausts.
Fjölskylda nær ekki aðeins yfir einingu tveggja kynslóða, foreldra og bama
(kjamafjölskyldunnar), heldur á hugtakið einnig við um stórfjölskyldu,
stjúpfjölskyldu, einstæða foreldra, og bamlausa parið.
173