Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 213
1994
25. KJRKJUÞING
12. mál
áramót, með setningu laga um kirkjumálasjóð, þannig að allt er þetta frumsmíð í þeim
skilningi. Þess ber þó að geta, svo sem fram kemur í drögum starfsreglnanna að í
vissum skilningi er einungis verið að skrásetja þær reglur sem taldar hafa verið gilda í
samskiptum presta og landsdrottins, eða leigusala. Hafa verður í huga að þetta er
vandaverk vegna þess að hve mörgu er að hyggja. Þetta snýst um skilvirkan og
hagkvæman fasteignarekstur, eftirlit, starfskjör presta og heimilislíf þeirra og
fjölskyldna þeirra, varðveislu menningarverðmæta, varðveislu réttinda, og ótal margt
fleira, eins og áður gat.
Við gerð draganna var höfð samvinna við fulltrúa synodalnefiidar prestastefhu,
formann kirkjueignanefhdar þjóðkirkjunnar, fulltrúa biskups, formann Prestafélags
íslands og formann Prófastafélags íslands.
Samhliða þessu var unnið að eftirtöldum verkefhum:
1. Unnið var að því að meta hvemig ætti að skrásetja nákvæmlega við hveiju var
tekið.
2. Þá var unnið að því að safna saman upplýsingum um ýmislegt er varðar
prestssetrin í samvinnu við prófasta. Þeirri vinnu er ekki enn lokið.
3. Hugað var að fjáröflun sjóðsins þ. e. möguleikum í því sambandi. Kannað var
hvort endurgreiðslur á virðisaukaskatti gætu komið til álita, en svar um þau
efhi liggur ekki fyrir. Ennfremur hefiir verið rætt við forsvarsmenn nokkurra
sókna um hugsanlega þátttöku í endurbótum á prestssetrum svo og
sveitarstjómir, en árangur hefur ekki verið mikili, enn sem komið er.
4. Þá var ennffemur unnið að því að móta stefiiu sjóðsins í uppbyggingarmálum
prestssetra.
Eins og áður hefur komið fram, er þess getið í drögum að starfsreglum að kirkjan hafi
metnað fyrir hönd prestssetranna og jafhframt að öll nýting fjármuna sé sem best.
Til stendur að reisa nýtt íbúðarhús á prestssetrinu Miklabæ í Skagafirði. í
tengslum við þá ffamkvæmd, var talið skynsamlegt að fá arkitekt til að skipuleggja
staðinn, þ.e. nánasta umhverfi húsa á staðnum, staðsetja nýtt hús o. fl. I tengslum við
það verk vann stjómin drög að skipulagsforsendum fyrir staðinn. í drögunum var lýst
viðhorfúm stjómarinnar til þess, að hveiju þyrfti að huga við skipulag
prestssetursjarðarinnar. Hafa verður i huga, að þama starfa þijár opinberar stofnanir,
auk þess búskapar sem stundaður er, en þær em skrifstofa sóknarprestsins,
kirkjugarðurinn og kirkjan. Þama er e.t.v. um fyrsta verkið að ræða, þar sem reynir á
uppbyggingarstefhu sjóðsins. í samræmi við þau markmið að prestssetrin megi vera
kirkjunni til sóma svo og að öll nýting fjármuna verði sem best, þótti rétt að fara þessa
leið. Þá var ennfremur unnin lýsing á því hvaða kröfur eigi að gera til hins nýja
íbúðarhúss á Miklabæ. Stjóm prestssetrasjóðs hefur hins vegar ekki sett ffam almenna
forskrift um gerð prestsseturshúsa. Skipulag prestsseturs þarf ekki að merkja það að
ætlunin sé að ffamkvæma allt verkið í einu. Þama er verið að marka stefnu til
ffamtíðar, ffamkvæmdir verða að eiga sér stað eftir efiium og ástæðum.
208