Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 159
1994
25. KIRKJUMNG
5. mál
FYLGISKJAL
með skýrslu Hólanefndar
samið af vígslubiskupi, Bolla Gústavssyni
Svo sem sögufróðum mönnum mun kunnugt sátu 23 biskupar í kaþólskum sið á
Hólum í Hjaltadal. Allmargir þeirra voru útlendir menn og þar af a.m.k. fimm
Norðmenn. Ber þar hæst Auðun rauða Þorbergsson. Auðunn var áður kórsbróðir í
Niðarósi og um hríð fjárgæslumaður eða íjármálaráðherra Noregskonungs. Hann var
aldurhniginn, er hann var útnefndur biskup á Hólum 1313. En þar lét hann mjög til sín
taka og hafði áhuga á menntun og lærdómi, enda hélt hann skóla á staðnum. Þá er
hann kunnur fyrir máldaga sína. Frá því er greint, að Auðunn biskup hafði með sér
húsavið ffá Noregi og lagði upp á Seleyri við sunnanverðan Borgarfjörð. Bjálkana lét
hann flytja landveg norður að Hólum og reisti þar timburstofu skammt sunnan við
dómkirkjuna. “Hún er af heildigrum stokkum saman sett” segir í skrá yfir eignir
Hólakirkju í Fombréfasafni. Þar segir ennfremur: “Þessa timburstofu lét herra
Þorlákur skúfa upp í sama sinn sem nýja húsið.” Nýja húsið lét herra Guðbrandur
Þorláksson flytja út frá Kaupmannahöfii og entist það mun skemur en Auðunnarstofa.
Hún stóð ffarn á 19. öld, en var rifin af eigendum Hólastaðar effir 1810 og viðurinn
seldur. Margir hafa harmað það slys og ljóst er, að þetta hús myndi að líkindum ennþá
standa, ef skammsýnir menn hefðu ekki séð sér stundarhag í því að selja þennan foma
við á hörðu ári.
Oft hefiir Auðunnarstofa borist í tal við áhugamenn um fomar byggingar. Vill
svo til að góðkunningi minn, dr. Ole Didrik Læmm rektor við háskólann í Björgvin, er
einn þessara áhugamanna. Hann er sérfræðingur í læknisfræði, en hefur í tómstundum
ritað bækur um fom timburhús í Noregi. Þegar dr. Læmm ffétti, að ég yrði fixlltrúi
íslensku kirkjunnar við biskupsvígslu í Björgvin þann 18. september sl. hafði hann við
mig samband og bauðst til að undirbúa kynningu á þeirri hugmynd í hópi norskra
áhrifamanna og íslandsvina, að ný Auðunnarstofa yrði reist heima á Hólum.
Rétt er að geta þess, að engin mynd er til af hinni fomu Auðunnarstofu, enda
ekki ætlunin að gera eftirlíkingu af henni, heldur reisa hús af norskum viði,
bjálkabyggingu í fomum stíl, sem fullnægt getur kröfiim nútímans sem
menningarmiðstöð.
Föstudaginn 16. september sl. kom ég á fund í Háskólanum í Björgvin. Þar
vom samankomnir áhugamenn og íslandsvinir, m.a. Hákon Randal fylkesmann, Ame
Holm konsúll Islands í Björgvin, Aasmund Mjeldheim fylkeskultursjef, Magnús
Stefánsson prófessor, forystumenn úr íslendingafélaginu o.fl.. Þama flutti ég erindi um
sögu Hóla og gerði sérstaka grein fyrir stöðu staðarins nú og áætlun um byggingu
kirkjulegrar menningarmiðstöðvar þar. Dr. Ole D. Læmm vakti þá máls á
hugmyndinni um norska byggingu og ffamkvæmdir, sem nytu stuðnings Norðmanna.
T.d. kæmi til greina að þeir legðu til tijávið, enda hefðu íslensku biskupsstólamir
forðum átt ítök í skógum í Noregi eins og ffam kemur í sögu Auðunnar. Þessu máli
154