Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 137
1994
25, KIRKJUÞING
3. mál
Nefndin hefiir átt gott samstarf við fjölmarga aðila, þ.á m. við biskup íslands og
kirkjumálaráðherra.
Það er meginniðurstaða nefiidarinnar, að rétt sé og tímabært að gera nú ýmsar
breytingar á stjómskipun íslensku þjóðkirkiunnar og á sambandi hennar við ríkisvaldið, enda
þótt enn verði haldið þeim tengslum milli ríkis og kirkju, sem kveðið er á um í stjómarskrá
íslenska ríkisins.
Höfuðforsendur lagafrumvarps þessa em sem hér segir:
a) Veruleg aukning á innra starfi kirkjunnar og örar breytingar á því kalla á
nauðsynlegar breytingar á kirkjulöggjöfinni og jafhframt á aukna og styrkta stjómsýslu á
kirkjulegum vettvangi.
b) Búsetu- og þjóðfélagsbreytingar, ásamt breyttum og bættum samgöngum, kalla á
aukinn sveigjanleika í starfi kirkjunnar.
c) Umræða á pólitískum vettvangi um að endurskoða þurfi samband ríkis og kirkju
kallar á svar stjómvalda og kirkjunnar sjálfrar um heppilega og eðlilega ffamtíðarskipan um
stöðu hennar.
Er niðurstaða nefiidarinnar sú, að rétt sé að þjóðkirkjan fái mun meira sjálfstæði á
starfs- og stjómunarsviði sínu en verið hefur um langa hríð, enda muni aukið sjálfstæði efla
hana til starfa og átaka til aukins velfamaðar með þjóðinni. Taldi nefhdin óhjákvæmilegt að
leggja tillögur sínar þar að lútandi fram í formi allítarlegs frumvarps til laga um stöðu, stjóm
og starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar, þar sem gæfi að finna ákvæði um alla helstu þætti
kirkjustarfsins, þ.á m. um stöðu og starfsemi embættismanna þjóðkirkjunnar, starfseiningar
hennar og um ýmsa þætti starfsemi hennar að öðm leyti. Er þar að vonum um margt byggt
á þeim grunni, sem þegar hefur verið lagður með gildandi lögum, en þó lagt til að gerðar
verði ýmsar breytingar frá því sem er að gildandi rétti, er stefhi að auknu sjálfstæði
þjóðkirkjunnar í samræmi við það, sem fyrr sagði, og sem tryggi það, svo sem ffamast má
verða að lögum, að kirkjan megi valda hlutverki sínu á komandi tímum með því aukna
sjálfstæði, sem vænst er að hún muni öðlast.
I ffumvarpi því, sem hér liggur fýrir, er leitast við að kveða á um meginatriði
íslensks kirkjuréttar, í nokkuð breyttri mynd frá því sem nú er, svo sem fyrr segjr, en
jafhffamt er byggt á grónum og haldgóðum kirlguhefðum, eftir því sem ffamast var kostur
miðað við hina nýju skipan á stjóm kirkjumála, sem lýst er í frumvarpinu.
Jafiiframt samningu þessa frumvarps vann nefiidin að samningu frumvarps til
samþykktar ldrkjuþings um starfsreglur fyrir íslensku þjóðkirkjuna, sem nefhdin leggur til að
fylgi í kjölfar hinna nýju laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar, ef frumvarp
þetta hlýtur staðfestingu hins háa Alþingis. Skal lögð sérstök áhersla á, að náin samstaða er
með efiii lagafrumvarps þessa, annars vegar, og frumvarpsins að starfsreglunum hins vegar
og mynda frumvörp þessi með nokkmm hætti eina heild, þegar litið er yfir allt reglusviðið,
sem hér er um að ræða. I frumvarpinu að starfsreglunum er mælt fyrir um fjölmörg atriði, er
varða starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar á mun ítarlegri hátt en unnt var eða ráðlegt þótti
að gera í lagafrumvarpinu, einkum þó um þau atriði hinnar kirkjulegu starfsemi, sem að mati
nefridarinnar mega réttilega teljast vera "innri málefhi" þjóðkirkjunnar.
Tekið skal fram, að hér er um að ræða frumvarp að meginlöggjöf (rammalöggjöf)
um íslensku þjóðkirkjuna, en gert er ráð fyrir því, að margvísleg löggjöf um afrnörkuð
kirkjuleg málefrii frá ýmsum tímum standi enn jafnhliða hinni nýju meginlöggjöf, ef
frumvarp þetta verður að lögum. Er þó vafalaust fullkomið tilefiii til endurskoðunar og
samræmingar þeirrar löggjafar, þótt nefiidin telji það ekki í sínum verkahring að annast
víðtækari endurskoðun kirkjulöggjafarinnar en hér um ræðir.
132