Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 301
1994
25. KIRKJUMNG
22, mál
2. Kirkjan leysi til sín þær jarðir sem óseldar eru með tilheyrandi
innlausnarkvöðum og ávaxti þær sjálf og/eða selji. Til fulls uppgjörs yrði þá að
koma milli ríkis og kirkju vegna þeirra jarða sem ríkið hefur þegar selt og ekki
staðið skil á nema að hluta eða alls ekki. Yrði það uppgjör að miðast við þau
verðmæti, framreiknuð, sem ríkið tók við árið 1907 að frádregnum þeim hluta
höfuðstólsins sem kristnisjóður hefiir fengið. Á móti kæmi að ríkið yrði án
allra skuldbindinga um greiðslu prestslaunanna og annars kostnaðar, sem
jarðimar stóðu undir, er ríkið tók við þeim.
Vart er að ætla að þessi kostur þykir fysilegur fyrir kirkjuna og því síður fyrir ríldð.
3. Ríkið leysi til sín óseldar kirkjujarðir í einu lagi og standi Idrkjunni skil á
andvirði þess hluta höfuðstólsins, sem það tók að sér að annast og ávaxta
1907, og ekki hefur þegar verið greiddur. Kirkjan fengi þannig “höfuðstól” sinn
á ný til eigin varðveislu og ávöxtunar.
Líklegt er að þessi kostur þætti lítt aðgengilegur bæði fyrir ríkið og kirkjuna,
þar sem hætt er við að honum fylgi full ljárhagsleg skil milli ríkis og kirkju. Til
álita kæmi þá, að kirkjan yrði sjálf að annast launamál sín að öllu leyti.
4. Gerður verði nýr „sáttmáli” milli ríkis og kirkju í anda samkomulagsins frá
1907 og staðfestur með löggjöf, á þann veg að kirkjujarðimar, sem höfuðstóll
kirkjunnar, (seldur sem óseldur) tryggi eftirleiðis föst laun presta og
annan starfskostnað kirkjunnar, eins og var hlutverk þessara eigna alla tíð.
Þessi leið felur í sér, að „sáttmálinn” um ráðstöfiin kirkjujarða og laun presta
þjóðkirkjunnar, sem lögfestur var á Alþingi 1907, verði endumýjaður með
nýrri löggjöf og nýjum sáttmála. Þannig hafi ríkisvaldið áfram umsjón með
kirkjujörðunum, útleigu þeirra og vörslu. Heimilt verði að selja kirkjujarðir til
ábúenda, að uppfýlltum ákveðnum skilyrðum en hluta þeirra verði haldið eftir
til kirkjulegra nota eða ef menningar- eða kirkjusögulegar ástæður mæla
sérstaklega með þvi. Allar söluheimildir verði gefiiar með samþykki
kirkjustjómarinnar.
Með þannig ráðstöfim munu kirkjueignir áfram verða sá höfúðstóll er stendur
á bak við laun sóknarprestanna. í dag koma laun sóknarpresta úr ríkissjóði.
Þau sögulegu rök standa að baki því fýrirkomulagi, að ríkisvaldið tók við
umsjón kirkjujarðanna og fékk söluheimildir með lögum, gegn því að
ábyrgjast laun prestanna. Þó svo að kirkjujarðasjóður og prestlaunasjóður, er
áttu að verða farvegur afgjalda og söluandvirðis kirkjujarða hafi horfið, breytir
það ekki forsendum samkomulagsins og eftir stendur sú ábyrgð að ríkið standi
skil á laununum, líkt og það gekkst þama inná (1907). Kirkjueignanefnd mælir
með þessari leið (4)
Ef þessi niðurstaða, sem hér er nú uppteiknuð í einföldum dráttum, fæst, þá
mun ríkisvaldið taka að sér að greiða laun presta þjóðkirkjunnar, gegn því að leigja út,
og í einhveiju mæli selja kirkjujarðir. Reikna má með að það geti tekið sinn tíma að ná
samkomulagi við ríkisvaldið um hversu mörg embætti það taki að sér að kosta, því víst
er, að fleiri embætti þarf kirkjan til að sinna þjónustu sinni. En með þessu móti fengist
ömgg trygging fýrir prestlaununum í landinu og kirkjujarðimar myndu þannig þjóna því
296