Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 310
En þetta kirkjuþing, sem kosið var nú á þessu ári og skilar af sér í hendur
annarra þingamanna að einhveiju leyti að minnsta kosti árið 1998, verður á sínum
næstu þingum að taka þau mál föstum tökum. Nefnd sú, sem kosin var til að standa að
undirbúningi í hinum fyrstu skrefum, hefúr vissulega starfað. A ég þá ekki við
embættismannanefndina eina, þar sem eru forseti íslands, Alþingis og hæstaréttar, auk
forsætisráðherra og biskups, heldur starfsnefndina, sem vissulega vinnur í nánum
tengslum við þessa stóru nefnd. En í þeirri nefnd eru auk min, séra Hanna María
Pétursdóttir á Þingvöllum og Ólafúr Ragnarsson, bókaútgefandi. En með heimild og
íjárstuðningi stóru nefndarinnar, var séra Öm Bárður Jónsson ráðinn til að vera
nokkurs konar ffamkvæmdastjóri þessa starfs.
En eins og kom ffam í orðum mínum á þinginu fyrr, þá er nú verið að vinna að
því að taka saman bækling, þar sem svarað verður helstu spumingum um trú og
kenningu, auk þess sem orð Biblíunnar fá að hljóma og aukin verður athygli á mætti
hennar og boðskap. Að öðm leyti eru aðeins fyrstu skrefin til athugunar, en vel ber að
hafa í huga þær samþykktir kirkjunnar, að áratugurinn skal allur helgaður
safnaðamppbyggingu, og munu efldir söfnuðir sterkari kirkju vera besta gjöfin, sem við
fáum fært nýrri öld og árþúsundi.
En því er ég það orðmargur um þetta nú, að ég heiti á kirkjuþingsmenn að huga
að þessu máli ffam til næsta þings og koma þá með hugmyndir sínar, hvort heldur í
formi bendinga eða formlegra tillagna. Ekki væri síður vel þegið, áður en til þings
kemur að hausti að fá að heyra í þingmönnum og öðmm þeim, sem vilja leggja þessu
þýðingarmikla máli lið.
Við þingslit þakka ég þingmönnum öllum. Horfi til starfa nefhdanna, þar sem
hvílir burðarás alls þess, sem kirkjuþing gerir og skilar ffá sér. Ber formönnum því
sérstakt þakklæti, þar sem þeir em til þess kvaddir að skipuleggja starfið og skilgreina.
Þá vil ég einnig þakka starfmönnum þingsins, Hönnu Sampsted, séra Magnúsi
Guðjónssyni og séra Þorbimi Hlyni Amasyni fyrir nákvæmni og árverkni. Einnig hafa
góðir aðstoðarmenn komið úr hópi guðffæðikandidata, sem hér hafa tekið á móti
nokkurri starfsþjálfún til undirbúnings prestsskapnum. Ekki gleymum við heldur
starfsfólki Bústaðakirkju, kirkjuvörðum, Albert og Sigrúnu og henni Lám okkar, sem
hefúr annast um líkamlega velferð okkar af stakri alúð eins og við þekkjum svo vel.
Forráðamönnum Bústaðasóknar færi ég líka einlægustu þakkir. Hér stendur okkur allt
til reiðu og salir em miklum mun glæsilegri effir lagfæringar og endurbætur. Þá býður
sóknamefnd Bústaðasóknar þingmönnum , starfsfólki og gestum til þeirra veitinga,
sem bíða okkar að loknum þingsslitum. Þá þakka ég einnig kirkjumálaráðherra og
fúlltrúa hans hér á þinginu, Guðmundi Þór Guðmundssyni fyrir áhuga og fúsleika til að
gera kirkjuþing sem öflugast stjómtæki kirkjunnar. Og má ég einnig segja og ekki síst
með tilliti til orða minna við upphaf þings, að ég færi fjölmiðlafólki alveg sérstakar
þakkir fyrir um^öllun þess um kirkjuþing, og ber fféttamanni Ríkisútvarpsins ekki lítill
hluti þess lofs.
Ég hef lesið úr Davíðssálmum við upphaf hvers dags. Valdi ég einkum þá kafla,
sem leggja áherslu á það, hversu maðurinn í smæð sinni er háður alvöldum Drottni, en
þarf þó engu að kvíða, þar sem kærleikur hans er nógur og umhyggja hans án
takmarkana. Það endurómaði í lestri eftir lestur þessi fagnaðarsöngur kynslóðanna.
“Hversu dýrmæt er miskunn þín, 'ó Guð, mannanna böm leita hælis í skugga vængja
305