Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 309
Þingsslitaræða
r
herra Olafs Skúlasonar, biskups.
Komið er að lokum fyrsta kirkjuþings nýs kjörtímabils. Þegar ég iít yfir liðna
daga, get ég ekki annað en verið ánægður með störf þessa þings. Hygg ég að sú
blanda, sem við höfum fengið af reynslumiklum þingmönnum og öðrum, sem hér sátu
sitt fyrsta þing, hafi að mörgu leyti gefist vel. Það er heimskra háttur að virða ekki
reynslu. Það er sömuleiðis einkenni stirðnunar og dofa að vilja ekki hlýða á þá, sem eru
að hasla sér völl. Hvoru tveggja hygg ég hafi verið gert hér. Það er gott að eiga hér
menn með jafnmikla reynslu í farteskinu og kirkjuráðsmennimir og
kirkjuþingsmennimir, sem hér hafa lengst starfað og einnig tekið við málum þingsins.
Þótti sumum á hinu fyrra kjörtímabili sem þeir létu nokkuð óreyndan biskup finna full
mikið fyrir því í upphafi, að þeir hefðu úr dýpri bmnni að ausa en hann. Harmaði ég
það ekki, engu að síður, og kunni ffekar að meta ráð þeirra. Þurfti það þó ekki endilega
að vera sjálfgefið, að ég teldi allt rétt eða vafalaust, sem var flutt. Mun það þá líka
eðlilegt í þeim anda, sem ég talaði um blöndu áðan, og á þá við það, að einn straumur
beri ekki hinn ofurliði, heldur komi þann veg út, að blær beggja njóti sín.
Enginn veit, hvemig umhorfs verður við lok síðasta kirkjuþings þessa
kjörtímabils. Finnst mér nokkuð langt í árið 1998, og þó er það rétt handan homs í
tíma talið. En megi miða við reynslu þá, sem við fáum af störfum þessa þings, hygg ég
það ekki fara milli mála, að kirkjuþingsmenn þessa kjörtímabils munu láta vel muna um
sig og miðla kirkjunni svo, að hún sé betur umkomin að horfast í augu við kröfur og
þar með þarfir nýrrar aldar.
Eg ætla mér ekki að rifja upp mál. Þau er það fersk í huga okkar allar. Sumir
kjósa þó, þegar farið verður að skýra frá þingi að leggja áherslu á eitt umfram annað.
En þrennt hlýtur að verða ofarlega á hvers manns málefnaskrá: í fyrsta lagi hið
svonefnda skipulagsffumvarp um samskipti við ríki og sjálfstæði og stjóm
þjóðkirkjunnar, í öðm lagi em það vitanlega mál hins nýja prestsseturssjóðs og að
lokum reglur fyrir kirkju og kirkjubyggingar, þar sem við tökum skref í samræmi við
samþykktir skipulagsnefndar og leggjum ekki mál fyrir Alþingi, heldur tökum
ábyrgðina sjálf. Margt var það annað, sem þess er virði að halda til haga og skoða
betur. Enda vom málin tuttugu og þijú, þegar upp var staðið. Og er reyndar í engu
óeðlilegt, þó við kjósum að skoða einhver þeirra aftur og þá ffá öðm sjónarhomi. Fátt
er þann veg gert, að ekki geti aukin yfirsýn bætt. Fátt samþykkta gærdagsins veðrast
svo vel, að ekki þarfnist endurskoðunar einhvers ókomins dags.
En þegar þessu kjörtímabili lýkur, em ómótmælanlega mikil tímamót í meiri
nánd. Það kom ffam í ræðu eins þingmannsins, að gott hefði verið, að ég kom inn á það
í svarræðu, þótt ekki væri um það fjallað í skýrslunni, að ekki væmm við búin að
gleyma hátíð fyrirhugaðri árið 2000. Það er langt frá því, að þau tímamót lifi ekki í
huga. En það var með ráði gert að fjalla ekki mikið um þau á þessu ári, þegar flest
beindist að því, að fimmtíu ár em liðin frá því, að ísland varð lýðveldi og öll stjóm
eigin mála varð á okkar hendi. Þótti okkur ekki eðlilegt að vera að drepa umræðu á
dreif eða koma með aðra áhersluþætti með því að skírskota umffam það, sem eðlilegt
var, til þeirrar næstu hátíðar þjóðarinnar, þegar minnst verður þúsund ára afmælis
samþykktar Alþingis um kristinn sið á íslandi.
304