Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 104
1994
25. KIRKJUÞING
3, mál
a. Almennt
21.gr.
Kirkjuráð fer með framkvæmdarvald í málefhum íslensku þjóðkirkjunnar. Biskup
íslands er forseti kirkjuráðs.
b. Skipan kirkjuráðs
22. gr.
Kirkjuráð er, auk biskups Islands, skipað §órum mönnum, tveimur guðfræðingum
og tveimur leikmönnum, sem kirkjuþing kýs, og skulu varamenn kosnir með sama hætti.
Kirkjuráðsmenn mega ekki vera úr hópi kjörinna kirkjuþingsmanna. Kosið skal í kirkjuráð
á fyrsta kiikjuþingi að aflokinni kosningu. Eru kirlguráðsmenn kjömir til loka kjörtímabils
kirkjuþingsmanna.
Kirkjuráð kýs sér varaforseta, en biskupsritari er ritari kirkjuráðs.
c. Starfssvið kirkjuráðs
23. gr.
Kirkjuráð fer með framkvæmd sameiginlegra málefiia íslensku þjóðkirlgunnar, þar á
meðal verkefiia, sem lög og stjómvaldsreglur ætla því, og erinda, sem vísað er til þess m.a.
af hálfu kirlguþings, prestastefiiu, Alþingis og ldrkjumálaráðherra.
Akvörðunum kirkjulegra stjómvalda, sem heyra undir lögsögu kirkjuráðs, má skjóta
til kirkjuráðs til endanlegrar úriausnar. Undanskildar em ákvarðanir biskups skv. 11. og 12.
gr. svo og um kenningu kirkjunnar, sbr. 10., 17., 18. og 25. gr. laga þessara. Varði
málsskot ákvörðun biskups Islands, er hann hefur áður tekið, víkur hann sæti í kirkjuráði
meðan það mál er til meðferðar þar.
Akvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjómsýslu verður eigi
áfrýjað til kirkjuþings en fjalla má um málefiiið á kirkjuþingi að frumkvæði einstakra
kirkjuþingsmanna.
Um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjómvalda, skal
fýlgt ákvæðum sljómsýslulaga nr. 37/1993 eftir því sem við getur átt, leiði annað eigi af
ákvæðum laga eða starfsreglna, sem kirkjuþing setur skv. 63. gr. laga þessara. Hið sama á
almennt við um sérstakt hæfi kirkjulegra stjómvalda til meðferðar einstakra mála.
24. gr.
Kirkjuráð undirbýr fundi kirkjuþings og fylgir eftir samþykktum þess.
Kirkjuráð undirbýr af hálfu íslensku þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til hennar
á fjáriögum.
Kirkjuráð hefiir á hendi yfirumsjá kristnisjóðs, sbr. 23. gr. laga nr. 35/1970,
jöfiiunarsjóðs, sbr. n. kap. laga nr. 91/1987, kirkjumálasjóðs, sbr. lög nr. 138/1993,
prestssetrasjóðs, sbr. 2. - 3. gr. laga nr. 137/1993, og kýs stjómir þessara sjóða.
Kirkjuráð hefur yfirumsjón með ráðstöfiin fjár, sem veitt er af opinberri hálfu til
kirkjulegrar starfsemi.
Kirkjuráð hefiir forræði og forsjá um Skálholtsstað, svo sem greinir í lögum nr.
32/1963, og hefiir þau afskipti af málefiium Skálholtsskóla, er greinir í lögum nr. 22/1993.
99