Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 209
1994
25. KIRKJUÞING
11, mál
TILL AGA
til þingsályktunar um mótun starfsmannastefriu þjóðkirkjunnar
Flm. sr. Karl Sigurbjömsson og sr. Birgir Ásgeirsson.
Frsm. sr. Karl Sigurbjömsson
Kirkjuþing 1994 ályktar að fela biskupi íslands að skipa nefiid til að setja fram tillögur um
stefiiumörkun þjóðkirkjunnar hvað varðar starfsfólk kirkjunnar og mannahald, og
undirbúa ráðningu starfsmannafulltrúa á biskupsstofu. Starfsmannastefria taki jafnt til
launaðra sem ólaunaðra, vígðra sem óvígðra starfsmanna kirkjunnar. Gengið sé út frá
þeirri frumforsendu, að þjóðkirkjan beri umhyggju fyrir starfsliði sínu, og vilji hlúa að því
í hvívetna.
Nauðsynlegt er að huga að því að ráðning launaðs starfsfólks verði til að efla störf
sjálfboðaliða innan safnaðanna en komi ekki í stað þeirra.
Gaumur sé gefinn að starfskjömm, réttindum og skyldum og aðbúnaði starfsmanna sókna
og stofnanna kirkjunnar, og mótaðar leiðbeinandi reglur þar að lútandi, sem og um það
sem telst umhyggja um starfsfólk: menntun, andleg leiðsögn, sálgæsla og handleiðsla.
Greinargerð.
Köllunarhlutverk kristinnar kirkju að boða Jesú Krist og vitna um vilja Guðs í lögmáli og
fagnaðarerindi er falið gjörvallri kirkjunni á hendur, sérhveijum söfnuði, hveijum
kristnum einstaklingi. Kirkjan er lýður Guðs. „ útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag
(prestsdómur) heilög þjóð, til að bera fram andlegar fómir Guði velþóknanlegar” segir
fyrra Pétursbréf. Og þama er átt við skírða, kristna menn. Náðargáfumar em margar og
mismunur er á embættum. En öllum er sama fyrir sett: „ Þjónið hver öðmm með þeirri
náðargáfii sem þér hafið af Guði hlotið sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar guðs, “
segir postulinn einnig.
Starfsmannahald þjóðkirkjunnar hefur aukist umtalsvert á umliðnum ámm. Organistar
hafa verið fastráðnir starfsmenn sókna um áratugaskeið, meðhjálparar og kirkjuverðir
sömuleiðis, en á síðari ámm hafa bæst við starfsmenn svo sem aðstoðarprestar og
starfsmenn á sviði líknar og ffæðslumála innan safnaða, djáknar, safnaðarsystur,
ffæðslufulltrúar, þjónustufulltrúar, starfslið í bama og æskulýðsstarfi, kórstjórar
bamakóra, ijármálastjórar, kirkjugarðsverðir og starfsmenn við útfararþjónustu, og svo
mætti áfram telja. Ráðningarkjör þessa fólks em afar mismunandi allt frá því að vera í
fullum stöðum með full réttindi opinberra starfsmanna, til ólaunaðra sjálfboðaliða. Hvaða
augum lítur þjóðkirkjan þetta starfslið sitt? Hvaða réttinda nýtur það innan vébanda
kirkjunnar?
204