Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 229
1994
25. KIRKJUÞING
13, mál
Um það yrði að semja sérstaklega, svo og ef um önnur frávik ætti að vera
að ræða.
Þegar prestur tekur við embætti og prestssetri gengst hann um leið
undir þá ábyrgð og þær skuldbindingar sem prestssetrinu fylgja. Abyrgð
prestsins felst í því að hirða um prestssetrið, sinna viðhaldi þess og viðhafa
góða umgengni um það og sjá til þess að aðrir sem kunna að hafa einhver
umráð þess geri slíkt hið sama, hafa prestssetrið ávallt nægilega vátryggt,
gæta að öllum réttindum þess, láta ekkert varanlega undan því ganga, nema
eðlilegir og lögmætir samningar standi þar að baki, sinna að öðru leyti
skyldum sínum gagnvart því, svo sem ætla má með sanngimi að honum sé
unnt og á hans valdi sé, en tilkynna réttum aðilum ella um vanhöld ef
einhver eru. Ætla má presti að skila prestssetri til viðtakanda í betra ástandi
en þegar hann tók við því, að því leyti sem honum er unnt, miðað við
eðlilegar fymingar, enda leiði sérstakar ástæður ekki til annarra niðurstöðu,
svo sem þjóðfélagsbreytingar, breyttir búskaparhættir, eða breyttar
forsendur að öðm leyti. Hið síðastnefiida á e.t.v. einkum við um
prestssetursjarðimar.
Um 2. gr.
í 1. mgr. 2. gr. er mælt svo fyrir að hvert lögboðið prestssetur sé
sérstök og sjálfstæð rekstrareining samkvæmt reglum þessum, enda er hvert
prestssetur sjálfstæð fasteign. Hvert prestssetur hefur samkvæmt þessu
sjálfstæðan fjárhag og sjálfstætt reikningshald í stjómsýslu sjóðsins, þótt um
þetta sé sýslað í einum heildarsjóði; prestssetrasjóði.
Þykir haganlegt og eðlilegt að halda utan um fjármál prestssetursins
með því að mynda sérstakan fymingarsjóð fýrir hvert prestssetur, er greiði
kostnað við endurbætur og ýmsar nýffamkvæmdir. Er því í 2. mgr. mælt
fyrir um að hveiju lögboðnu prestssetri tilheyri fymingarsjóður, sem er hluti
af prestssetrasjóði. Leigugjald prests fyrir prestssetrið sbr. 5. gr. reglna
þessara, rennur í fymingarsjóð þess. Fymingarsjóður prestsseturs verður í
framkvæmd myndaður með því að búa til sérlið í bókhaldi prestssetrasjóðs
fyrir hvert prestssetur. Að öðm leyti yrði peningainneign í fymingarsjóði
prestsseturs ekki sérstaklega aðgreind og varðveitt, t. d. með því að leggja
hana inn á sérstaka bankabók eða því um líkt, heldur varðveittist hún í
heildarsjóðnum eins og fyrr segir. Eðlileg krafa er að skráð inneign á
fymingarsjóði prestsseturs sé verðtryggð á hveijum tíma. Stjóm
prestssetrasjóðs stýrir fjármunum fymingarsjóðanna og ákveður ráðstöfim
þeirra. Oftast yrði íjármununum varið til viðkomandi prestsseturs, einkum
224