Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 149
1994
25. KIRKJUÞING
3, mál
þess. í þessu sambandi má minna á ákvæði 63. gr. frumvarpsins þar sem segir, að kirkjuþing
setji starfsreglur um ýmsa þætti kirkjulegrar starfsemi.
Um 20. gr.
Af 2. mgr. leiðir, að allir þeir kirkjulegu aðiljar, sem hafi fjárreiður með höndum,
verða að færa bókhald og gera reikningsskil, sem hljóti fullnægjandi endurskoðun
þartilbærra aðilja. Skal kirlguþing hafa yfirumsjón með því, að þessarar skyldu sé gætt, en af
eðli máls leiðir, að önnur stjómvöld þjóðkirkjunnar hafa einnig, að sínu leyti, eftirlitsskyldur
í þessu efiii. Að öðru leyti þarfhast greinin ekki skýringar.
Um21. gr.
Samsvarar að mestu efiii 15. gr. 1. 48/1982.
Um 22. gr.
Svarar til efiiis 15. gr. 1. 48/1982.
Um23. og24. gr.
Ákvæði þessi samsvara um margt efhi 16. gr. 1. 48/1982, nema jafhframt er kveðið á
um stjómunarhlutverk kirkjuráðs í kjölfar nýmæla sem leitt hafa af nýlegum lögum. Þá er og
lagt til í ffumvarpinu, að gerður verði aðskilnaður á valdsviðum kirkjuþings, annars vegar,
og kirkjuráðs hins vegar, sbr. og 19. gr. ffumvarpsins. Kveðið er á um, að ákvörðunum
kirkjulegra stjómvalda, megi almennt skjóta til kirlguráðs til endanlegrar úrlausnar, en
undantekning er þar gerð um ákvarðanir biskups á sviði kirkjuaga og kirkjukenningar svo
og um ágreiningsefiii, sbr. 10., 11., 12., 17., 18. og 25. gr. ftumvarpsins, en jafnffamt er
kveðið á um, að ákvörðunum kirkjuráðs á sviði eiginlegrar stjómsýslu verði eigi áfrýjað til
kirkjuþings, enda hentar kirkjuþing ekki sem áfiýjunaraðili.
Um 25. gr.
Að nokkm samhljóða 39. gr. 1. 62/1990, nema hvað m.a. er bætt við ákvæðum um
tillögu- og umsagnarrétt prestastefnu um mál, er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði,
sbr. núgildandi lög um kirkjuþing.
Um 26. gr.
Leikmannastefha. Þarfnast ekki skýringa.
Um 27. - 30. gr.
144