Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 34
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
Fólk í atvinnuleit.
Kirkjuþing þakkar það starf, sem unnið hefur verið í samstarfi kirkjunnar og aðila
vinnumarkaðarins og fleiri að málefnum atvinulausra. Kirkjuþing hvetur þessa aðila til
þess að halda áfram og efla sig í baráttunni gegn atvinnuleysinu og afleiðingum þess.
Kirkjuþing minnir á ályktun kirkjuþings 1992, sem varð upphaf að merku starfi í þágu
atvinnulauss fólks. Af því starfi hefur sprottið verðmæt reynsla, sem er góður
grundvöllur til þróunar þess.
Þjóðmálanefnd.
Kirkjuþing þakkar öflugt starf þjóðmálanefndar. Hún hefur þegar unnið sér verðugan
sess í þjóðfélagi okkar með umfjöllun um málefni, sem í brennidepli eru hveiju sinni.
Framlögð skýrsla þjóðmálanefiidar sýnir að nefndin er sívakandi og mun áffarn sinna
störfum með útgáfústarfi og ráðstefnuhaldi svo sem verið hefúr.
Um fjölmiðia og skýrslu Athygli.
Fjölmiðlamál bar á góma í skýrslu biskups. í því sambandi vill kirkjuþing ítreka það
sjónarmið sitt að biskupi sé mikilvægt að hafa fjölmiðlafúlltrúa sér við hlið til að
undirbúa frétta- og jafnvel ffæðsluefhi í hendur fjölmiðla.
Kirkjuþing telur að þannig sé betur tryggt, að sjónarmið kirkjunnar komist til skila og
verði um leið stuðningur við þá ijölmiðla, sem vilja gera málefnum kirkjunnar skil og
hvatning um enn betri vinnubrögð.
Jafhffamt er kirkjuþing þess mjög hvetjandi að ráðstefna kirkju og ijölmiðla geti orðið
sem fyrst, eins og lagt er til í skýrslu Athygli. Kirkjuþing telur æskilegt að kirkjan hafi
þar ffumkvæði m.a. með því að bjóða formlega til þessarar ráðstefhu, t.d. í Skálholti.
Markmið hennar væri að ræða samskipti ríkis og kirkju og íjölmiðla á breiðum
grundvelli og hugsanlega vinna að því að móta samskipta reglur þeirra. Mikilvægt er að
a.m.k. einn fúlltrúi Blaðamannafélags íslands eigi þar fúlltrúa.
Nýtt fermingarkver.
Kirkjuþing fagnar útkomu fermingarkversins “Samferða” eftir sr. Jón Ragnarsson og
séra Jakob Agúst Hjálmarsson. Tímabært var orðið að út kæmi nýtt efiii, miðað við
íslenskar aðstæður, og er það unnið í samhljóðan við samþykkt prestastefnu.
Innganga í kirkjuna og skráning í þjóðskrá.
Kirkjuþing ítrekar samþykkt kirkjuþings 1993, 12. mál, um breytingar á reglugerð um
trúfélög og hún samræmd lögum um trúfélög nr. 18/1975 og 7. gr. laga nr. 25/1985,
og þess gætt að skím í þjóðkirkjunni jafngildi formlegri skráningu í þjóðkirkju, þótt
móðir sé skráð í öðru trúfélagi eða utan kirkju.
Áffam haldist þó sú meginregla að miðað sé við trúfélagsskráningu móður.
Réttarstaða presta.
Kirkjuþing fagnar því að um þetta mál, sem sárindum hefúr valdið, skuli fjallað í
ffumvarpi um stöðu, stjóm og starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar og á því tekið.
Skálholt.
Kirkjuþing fagnar þeirri miklu uppbyggingu, sem verið hefiir og stendur yfir á
Skálholtsstað. Hafa hús risið fýrir starfsmenn hans og embættisbústaður vígslubiskups
29