Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 48
Skólaráðið er nú skipað eftirtöldum: Formaður sr. Sigurður Sigurðarson, vígslu-
biskup, sr. Þorbjöm Hlynur Ámason, biskupsritari, tilnefndur af biskupi íslands og
Kirkjuráði, sr. Öm Bárður Jónsson, fræðslustjóri, tilnefndur af Fræðsludeild, og mynda
þessir þrír framkvæmdanefnd. Helga Ingólfsdóttir, listrænn stjómandi Sumartónleika
í Skálholtskirkju, tilnefnd af Collegium Musicum, samtökum um tónlistarstarf í
Skálholti, Þorfinnur Þórarinsson, bóndi, tilnefndur af hreppsnefnd Biskupstungna-
hrepps, sr. Kristján Búason, dósent, tilnefndur af Háskóla íslands og sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson, tilnefndur af Prestafélagi íslands.
Fast starfsfólk skólans, auk rektors er sem hér segir: Hólmfríður Ingólfsdóttir, ritari,
sem annast einnig bókhald skólans og Skálholtsstaðar, matráðskona er Brynja
Ragnarsdóttir, annað fast starfsfólk í eldhúsi og ræstingu: Fríður Pétursdóttir og
Katrín Þórarinsdóttir. Lausráðið aðstoðarfólk: íris Georgsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir,
Ólöf Fríða Gísladóttir, Sverrir Gunnarsson og fl.
3. Starfsemin
Yfirlit um starfsemina er að finna á meðfylgjandi dagskrá fyrir árið 1994.
Vera kann að eitthvað eigi eftir að bætast við, en það verður varla mikið, desember
hefur verið okkur þungur í skauti hingað til. Meðfylgjandi er einnig dagskrá fyrir
1995, að svo miklu leyti sem hún liggur fyrir.
Dagskráin frá 1994 er sett upp á tvennan hátt. Annarsvegar er starfsemin rakin
mánuð fyrir mánuð, hinsvegar er hún sett upp samkvæmt skiptingu eftir sviðum
þeim sem skólinn skal starfa á. Enda þótt tölfræðin segi aldrei nema hluta
sannleikans er vert að benda á að skipulögð dagskrá fer fram í 200 daga á árinu 1994
ef það helst sem skráð er. Þess utan sinnir eldhúsið gestum af götunni yfir
sumartímann og mestan hluta ársins hefur einnig verið nokkur hópur kostgangara
í fæði í skólanum. Vert er einnig að minna á að mikil afföll urðu á áformaðri
dagskrá fyrri hluta árs vegna veðurs, veikinda og annars ófyrirséðs. Þannig féll niður
dagskrá fyrstu þrjá mánuði ársins sem skilað hefði brúttótekjum uppá liðlega
hálfa milljón króna. Ýmsiraðrir dagskrárliðir hafa skilað minnitekjum en gert var
ráð fyrir vegna þess að færri skiluðu sér en skráð var. Heildar tekjuskerðing vegna
þessa, miðað við fjárhagsáætlun, er um ein milljón króna.
Dagskráin eftir fjölda dagskrárdaga í hverjum mánuði sést á meðfylgjandi töflu, hér á
næsm síðu. Til samanburðar eru settar bókanir fyrir næsta ár, þær sem þegar liggja
fyrir, miðað við 20. október 1994.
43