Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 81
STARFSSKÝRSLA SÖNGMÁLASTJÓRA ÞJÓÐKIRKJUNNAR
vegna kirkjuþings 1994
Námskeið
Hið árlega organistanámskeið í Skálholti var dagana 8.-12. júní s.l. Sóttu
það samtals 150 kórfélagar og organistar. Námskeiðið var nokkuð styttra og minna
í la'gt en áður hafði verið, m.a. til þess að halda kostnaði niðri. Kom það að nokkru
leyti iram í aðsókn, sem var nokkuð minni heldur en hafði verið árinu áður.
Á þessu námskeiði hélt Félag íslenskra organleikara fund með organistum.
Þá voru tónleikar sem Friðrik Stefánsson, orgelleikari hélt, sr. Arngrímur Jónsson
flutti erindi sem nefndist “Um upphaf lúthersks messusöngs á íslandi” og sr. Kristján
Valur Ingólfsson flutti erindi um sálma og sálmaval. Laugardagskvöldið 11. júní
voru tónleikar og erindi í Skálholtsdómkirkju í minningu Sigurðar Birkis,
söngmálastjóra sem hefði orðið 100 ára 9. ágúst 1993. Sr. Pétur Sigurgeirsson,
biskup flutti erindi og Björn Steinar Sólbergsson lék á orgel, sungið var lag eftir
Sigurð Birkis og einnig var hlýtt á hljóðupptökur af söng hans. Heiðursgestur
tónleikanna var ekkja Sigurðar, frú Guðbjörg Birkis og voru þessir
minningartónleikar hinir ánægjulegustu.
A kvöldskemmtun í Aratungu komu einsöngvarar námskeiðsins fram og
einnig var hljóðfæraleikur og önnur skemmtiatriði.
Messan okkar var að þessu sinni kl. 11.00, sunnudaginn 12. júní, en
tónlistarflutningur var í kirkjunni frá því kl. 10.00 um morguninn. Biskup íslands,
herra Ólafur Skúlason, prédikaði í messunni.
í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum var kóranámskeið sem var mjög vel sótt, alls
staðar að af Austfjörðum og komu sér vel hin veglegu húsakynni í Kirkjumiðstöð-
inni. Aðalverkefni námskeiðsins var messa sú sem flutt var á organista-
námskeiðinu í Skálholti í júní s.l. Námskeiðinu lauk síðan með messu í
Egilsstaðakirkju þar sem sr. Einar Þór Þorsteinsson prédikaði og sr. Kristján
Róbertsson þjónaði fyrir altari ásamt þeim sr. Þorgrími Daníelssyni og sr. Carlosi
Ferrer. Við messuna sem var hin hátíðlegasta í alla staði söng 100 manna kór.
Þetta kóramót var haldið í tilefni 50 ára afmælis Kirkjukórasambands Austurlands.
Námskeið þetta var dagana 16.-19. sept. s.l.
Tveimur vikum síðar, eða 30. sept. -2. okt. var svo annað kóranámskeið í
Grundarfirði og sóttu það félagar úr einum átta kórum. Aðalverkefni námskeiðsins
voru ýmsir kirkjulegir kórsöngvar sem kórarnir undirbúa vegna ýmissra stórhátíða á
árinu. •
Tónskóli þjóðkirkjunnar
\ Tónskóla þjóðkirkjunnar eru nú 30 nemendur og má segja að það séu upp
til hópa mjög efnilegir og áhugasamir nemendur sem koma nú inn í skólann eftir að
hafa stundað tónlistarnám við aðrar stofnanir, en bæta nú orgelinu og ýmsum
kirkjutónlistargreinum við og stunda námið að fullu hjá okkur. Þessir nemendur
ætla sér að fara út í organistastarf. Því miður er það oft þannig, að þegar auglýst er
eftir organistum í störf á afskekktari stöðum úti á landi að þá virðist vera erfitt að fá
organista. Aftur á móti þegar störf eru auglýst í Reykjavík, þá eru oft 2 eða 3, eða allt
76