Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 24
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
Laugavegur 31 var keyptur eftir að leyfi kirkjumálaráðuneytis og
fjármálaráðuneytis lá fyrir með skírskotun til samþykkis Alþingis eins og venja er.
Var þetta mál kynnt fulltrúum stjómmálaflokkanna á samráðsfundi þeirra með
kirkjuráði 3. okt. s.l. Húsið er í eigu kristnisjóðs eins og Suðurgata 22 var.
En þótt fjárfesting sé mikil, þar sem húsið kostar 81 milljón og Suðurgata 22
var tekin upp í á 30 milljónir, og mismunur tekinn að láni hjá SPRON, þar sem bestu
kjörin buðust, þá standa vonir til, að um spamað geti verið að ræða, þegar öll þessi
starfsemi er komin á sama stað. En því miður var ekki hægt að flytja
fjölskylduþjónustu kirkjunnar í hið nýja hús. Bæði komu til sérþarfir þess starfs og
svo hitt, að erfitt var að finna aðstöðu sem hentaði.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar vinnur mikið og gott starf og færir sífellt út
kvíamar. Má þar t.d. nefna handleiðsluhópa presta, sem hafa sýnt, að mikil þörf var
fyrir þá þjónustu. Ræddi ég framtíð þessa þýðingarmikla aðila á fundi með
prófostum þeirra prófastsdæma, sem hafa stutt starfið með fjárffamlögum í viðbót
við það, sem kirkjuráð hefúr veitt, og var það samdóma álit allra þessara aðila, að
hér væri verið að sinna þjónustustarfi, sem kirkjunni ber að auka og efla. Og munu
kirkjuþingsmenn sjá þau mál greinilega ffarn sett í skýrslu fjölskylduþjónustunnar,
sem lögð er ffam á þinginu að venju.
Má í því sambandi einnig nefna áfangaskýrslu nefndar, sem kirkjuþing
samþykkti á síðasta þingi, að yrði skipuð og skyldi móta ijölskyldustefhu kirkjunnar.
Var ekki sístur hvati þeirrar ályktunar, að nú stendur yfir ár fjölskyldunnar og viljum
við einnig gefa því okkar eigin sérkenni og nefna ár fjölskyldunnar í kirkjunni.
Er ekki lítil þörf fyrir kirkjunnar menn að skoða þessi mál og hlutast til um að koma
þeim til hjálpar, sem illa eru staddir og stuðla að því að styrkja þá, sem eru á réttri
leið. Fjölskyldulíf í anda kirkjunnar er besti homsteinn þjóðfélagsins. Bið ég því
kirkjuþing að athuga vel ffamlagða áfangaskýrslu og koma sjónarmiðum sínum á
framfæri.
Hjálparstofnun kirkjunnar flyst nú aftur í sama hús og biskupsstofa. Það
var ekki sársaukalaust að skilja í milli á sínum tíma, er þrengslin á Suðurgötunni
gerðu slíkt nauðsynlegt. En fagnaðarefni er það á tuttugu og fimm ára afmæli
hjálparstofnunarinnar að geta boðið hana enn á ný velkomna til aðseturs innan
veggja kirkjuhússins sjálfs.
Og þó er það vitanlega ekki staðsetningin sem slík, sem skiptir höfúð máli,
heldur starfið sjálft. Hjálparstofhunin var formlega kvödd til starfa með samþykkt
19