Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 9
Spurðu konur, sem njóta mikillar áhrifaaðstöðu í þjóðfélaginu, hvort kirkjunni
þætti ekki kominn tími til að biðja í almennri kirkjubæn sunnudagsmessunnar fyrir
ijölmiðlum og þeim, sem þar stjóma af ótrúlegu valdi.
Mér hafði nú sannast sagna ekki dottið þessi möguleiki í hug, en hef hugsað um
það síðan Baldur Möller, þá ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu kom
þeirri ósk sinni á framfæri við mig á sínum tíma, að auk þess sem beðið væri fyrir
forseta, ríkisstjóm og Alþingi í almennri bæn kirkjunnar, yrði dómendum og
dómstólum bætt í hóp þeirra valdaaliða, sem kirkjan telur sér skylt að biðja sérstaklega
fyrir. Þetta kom síðan til ffamkvæmda með helgisiðabókinni 1981.
Ekki er ég hér að gera tillögu um það, að fjölmiðlum verði formlega bætt við
með sérstöku bænarefni, þegar handbók verður endurskoðuð, eða eftir samþykkt
kirkjuþings, að slíkri ósk verði komið á ffamfæri við presta og söfnuði. En vel hygg ég
mætti gaumgæfa þörf fyrir opinbera bæn og upphátt fyrir þessum áhrifavöldum í
íslensku þjóðlífi, þegar við horfúm til næstu fimmtíu ára lýðveldisins. Og mætti þá
einnig bæta við, þó ekki endilega upphátt, að biðja sérstaklega fyrir þeim, sem fóðra
fjölmiðla á hæpnum eða alröngum upplýsingum.
Kirkjan er ekki valdaaðili í þjóðfélaginu af þessari gerð upphrópana og æsings
og má heldur ekki vera það. En henni ber að hafa áhrif, og hún á að leitast við að móta
stefnu til heilla á guðsríkis braut. Einn liður í þeirri viðleitni er kirkjuþing og störf þess.
Um leið og ég býð kirkjuþingsmenn velkomna til starfa og bið þeim og þingi
okkar blessunar Guðs, langar mig að hvetja okkur öll til að huga vel að orðum Páls í
bréfi sínu til Tímóteusar vinar síns, þegar hann segir: “Varðveit það, sem þér er trúað
fyrir, og forðast hinar vanheilögu hégómaræður og mótsagnir hinnar rangnefhdu
þekkingar”.
(1. Tim. 6,20)
Frá því við komum saman síðast hefur látist ffú Jóhanna Vigfusdóttir á
Hellissandi. Hún kom fyrst inn á kirkjuþing árið 1970 sem varamaður Ásgeirs
Magnússonar í öðru kjördæmi. Síðan sat hún sem aðalmaður sama kjördæmis á þremur
þingum, árin 1976 til 1982.
Frú Jóhanna lék á orgel í sóknarkirkjunni sinni í 52 ár og lét hvarvetna muna
um sig til góðs í einlægri trú góðrar fyrirmyndar. Hún var fædd 11. júní 1911 og
andaðist 29. apríl 1994.
Sonur hennar, séra Hreinn Hjartarson er kirkjuþingsmaður og fetar þar með
sóma í fótspor móður sinnar.
Edvald Halldórsson, Stöpum, Vatnsnesi kom á kirkjuþing 1974 sem varamaður
ffú Jósefínu Halldórsdóttur í fjórða kjördæmi og sat aðeins það þing.
Þá vil ég einnig minnast hér á kirkjuþingi séra Ingólfs Astmarssonar. Hann tók
við embætti biskupsritara árið 1959 og gegndi því starfi af mikilli samviskusemi og
4