Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 8
sínum, verði til þess að fleiri þing verði haldin en eitt árlega, en ber þá vitanlega að hafa
í huga, að kostnaður af þingum er nú tekinn beint úr umráðasjóðum kirkjunnar sjálfrar.
Og ég vil nota tækifærið til þess að þakka kirkjumálaráðherra, Þorsteini
Pálssyni fyrir hug hans og áhuga á því sviði að efla sjálfstæði kirkjunnar og gera henni
kleift að bera fulla og endanlega ábyrgð á eigin málum. Vitanlega ber okkur að skoða
alla þætti, þegar um slíkt er fjallað, þar sem ég er ákveðinn í stuðningi mínum við
Þjóðkirkjufyrirkomulagið eins og við þekkjum það, svo ekki mega tengsl verða það
losaraleg, að aðeins séu til málamynda. En vitanlega ber kirkjunni t.d. að ráða
sóknaskipan sinni, prestakallaskipan og prófastsdæma. Hún hlýtur að þekkja slíkt best
sjálf. Og sjálfsagt er það líka að kirkjunnar menn beri fullnaðar ábyrgð á tilhögun um
veitingu prestakalla og um kosningu biskupa og kirkjuþingsfulltrúa. En ráðherrann
hefur iðulega tjáð sig um þessi mál og síðast í fyrra við setningu kirkjuþings, sagði
hann: “Breyting til aukinnar sjálfsstjómar og fjárhagsábyrgðar gefur kirkjunni mikla
möguleika til frumkvæðis, og til þess að skipuleggja starfsemi sína betur heldur en
niðurstaðan verður, þegar þeir hafa mest ákvörðunarvald um jafnvel hin smæstu atriði
kirkjulegrar stjómsýslu, sem minna þekkja til mála en kirkjan sjálf’. Trúr þessari
yfirlýsingu sinni hefur ráðherrann fylgst með þeim málum um skipulagningu
Þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið, sem hér verða lögð ffam og komið
með sínar athugasemdir og lýst afstöðu til þeirra.
Þjóðkirkjan hefur gegnt miklu hlutverki í sögu þjóðarinnar og hefur enn burði
til þess að gera hið sama. Biblíur og sálmabækur veita enn svölun, uppörfun og
trúarstyrk. Við bætast bænabækur og margs kyns annað lesefni. En miðlægt í öllu
kirkjulegu starfi er þó messan sjálf, þessi stund sunnudagsins, sem sérstaklega er tekin
ffá og helguð samfélagi mannsins við Guð. Vanræki kirkjan boðun sína og
uppbyggingu ffammi fyrir altari Drottins, em orð hennar hjómið eitt og verk hennar án
himintengsla. Dugar þá engin skipulagning né heldur lagasetning.
Við vitum þó vel, að það er margt, sem glepur og raskar ró hins fyrsta dags
vikunnar ekki síður en bræðra hans annarra. Messubók Giuðbrands var lögð í hendur
kynslóð, sem um flest er ólík þeim niðjum, sem nú byggja landið. Það er því eðlilegt,
að kirkjan líti til þátta, sem um margt móta þjóðina nú og marka henni stefnu. Kirkjan
má aldrei sofha á verðinum varðandi heill þjóðarinnar né vanrækja uppeldisskyldu sína
og möguleika til mótunar.
Fjölmiðlar þykja oft ekki mjög samstíga kirkjunni, nema þegar þannig ber við,
að ffiður kirkjunnar er einhverra hluta vegna rofinn, svo að þeir sem mest fjalla um
æsing, sundrungu, jafnvel óvild og illsku og nærast á slíku fá gullið tækifæri, og sýna
síðustu mánuðir, að slíkir sjá sér hag í því að auka ffekar við ókyrrð og fara eftir því
einu, sem kitlar einkennilegar taugar og skiptir þá þjónusta við sannleikann minna máli.
A fimmtíu ára afmæli lýðveldisins er ekki óeðlilegt, þótt kirkjan gefi því gaum,
hveijir eru sestir í valdastóla þjóðfélagsins, svo að þeir fái talað þann veg, að á er
hlustað. Það er ekki lengur Alþingi, ríkisstjóm og dómsvald, sem í þrískiptingu valdsins
ber annað flest uppi. Fjórði þátturinn er einnig kominn til: Fjölmiðlar og
fjölmiðlavaldið. Vitanlega em til góðar undantekningar ffá því, að löngunin til að ala á
úlfuð ráði mestu hjá fjölmiðlum. En of margir, og jafhvel í þeim hópi, sem best hefúr
verið treyst, láta leiðast til þóknunar við hávaðann og upphrópanimar.
3