Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 141
1994
25. KIRKJUÞING
3. mál
nefridarinnar í stórum dráttum, með ítarlegum rökstuðningi, ásamt frumdrögum
nefiidarinnar að "rammalöggjöf' um stöðu, starf og stjómskipan þjóðkirkjunnar. Leiddi
skýrsla þessi til fijórra umræðna á kirkjuþingi og var að lokum afgreidd þar, að mestu á
jákvæðan hátt, og nefndinni falið að leiða starf sitt til lykta. Nefiidin hafði eftirfarandi
markmið að leiðarljósi: Byggt verði til frambúðar á núverandi þjóðkirkjufyrirkomulagi og
eigi rofið það samband milli ríkis og kirkju, sem stjómarskráin kveður á um. Beri því
íslenska ríkið enn sem fyrr ábyrgð (þ.á m. fjárhagslega ábyrgð) gagnvart þjóðkirígunni. Hins
vegar verði gerðar verulegar breytingar á "starferamma" þjóðkirkjunnar, m.a. með því að
sett verði "rammalöggjöf' um stöðu, stjóm og starfehætti hennar, þar sem fjallað verði í
ským máli um þessa meginþætti, en að önnur kirkjuleg löggjöf verði um leið einfölduð svo
sem verða má. Með þessu muni vægi löggjafarstarfsemi Alþingis um málefiii þjóðkirkjunnar
minnka mjög frá því sem verið hefur, en þess í stað verði vald kirkjunnar í öllum "innri
málum" hennar aukið verulega frá því sem nú er og valdsviðið skýrt svo vel sem frekast er
kostur.
Mikilvægur þáttur í tillögum nefiidarinnar, svo sem þær birtast í þessu
lagafiumvarpi, er, að vald kirkjuþings verði aukið og því fengið ákvörðunarvald í
kirkjulegum málum, þó innan þess ramma, sem hin nýja meginlöggjöf (rammalöggjöf) setur,
ef frumvarp þetta verður að lögum. Jafhffamt er lagt til, að ýmsar breytingar verði gerðar á
skipan kirkjuþings, sem styrki það og efli sem æðstu stjómunarstofhun íslensku
þjóðkirkjunnar. Er, svo sem fýrr segir, lagt til, að á grundvelli laganna samþykki kirkjuþing
ítarlegar reglur um allt innra starf og starfehætti kirígunnar, en nefiidin telur að mjög skorti
nú á, að kirkjunnar menn hafi nægar leiðbeiningar á þessu sviði eða fiillkomnar starfsreglur,
sem þeim beri að fylgja. Lagt er til, að skýrar reglur gildi um allt stjómkerfi kirkjunnar undir
yfirstjóm kirlguþings, svo sem fyrr segir.
Það er ætlun og vissa nefhdarinnar, að aukin sjálfsstjóm íslensku þjóðkirkjunnar og
ábyrgð, sem þar af leiðir, muni auðvelda kirkjunni störf hennar og efla kirkjunnar menn til
samræmdra átaka í starfi. Hafi kirkjan og sýnt, með nærfellt eitt þúsund ára starfi sínu í
landinu, að henni sé treystandi til sjálfstjómar. Þó skal eigi undan dregið, að aukinni
sjálfsljóm kunna að fylgja ný vandamál innan kirkjunnar (a.m.k. í augum sumra), þar sem í
"návígi" verður tekist á um mál, er embættismenn ríkisins önnuðust áður, þ.m.t. ýmsa
ráðstöfim fjármuna. Þessi vandamál á þó kirkjan að geta leyst innan sinna vébanda.
A Prestastefiiu í Vestmannaeyjum í júní 1994 vom helstu hugmyndir nefhdarinnar
kynntar ítarlega og er óhætt að fullyrða að viðtöku hafi verið góðar. Vom allmiklar
umræður um málið. Loks fyallaði ldrkjuþing um fiumvarpið í endanlegri gerð sinni 25. okt.
til 3. nóv. 1994. Eftir miklar almennar umræður og nefiidarvinnu var frumvarp
skipulagsnefhdar samþykkt með nokkrum breytingum. Var biskupi og kirkjuráði falið að
kynna fiumvarpið fyrir prestum og sóknamefiidum í nóvember 1994, jafiiframt var
skipulagsnefiid Mð að ganga endanlega frá greinargerð með fiumvarpinu svo og grein 67
um lög sem breytast við gildistöku fiumvarpsins.
Verði fiumvarp þetta að lögum, telur nefiidin að merkum áfanga sé náð í
þróunarsögu íslensku þjóðkirkjunnar. Staða hennar verði skýrð frá því sem nú er og allt
regluverk hana varðandi verði mun fyllra og gleggra en það, er við búum nú við, en vitað er,
að margt er nú óskýrt eða jafnvel á huldu um réttarstöðu kirkjunnar og þjóna hennar á
ýmsum sviðum.
V.
Auk þess, sem fyrr er fram komið, skal þetta sagt um meginatriði frumvarpsins, en
einstök ákvæði þess verða hins vegar skýrð í síðari hluta þessarar greinargerðar:
136