Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 261
1994
25. KIRKJUÞING
13. mál
í ljósi þeirrar staðreyndar að prestssetur hafa alla tíð verið „hluíi af embœtti
prestsins” og þeirri réttarstöðu hefur aldrei verið breytt með lögmætum hætti, eins og
fram kemur í Áliti kirkjueignanefhdar 1984, verður að ætla prestsseturssjóði það
markmið að byggja upp prestssetur á bak við öll sóknarprestsembætti landsins.
Þegar unnið var að undirbúningi frumvarpsins til laga um prestssetrasjóð var
þessari hugsun ætíð haldið til haga. Sjóðurinn skyldi einnig hafa skyldur við þau
embætti, sem rúin hafa verið prestssetrum, þótt honum væri ekki ætlað til þess
fjármagn úr ríkissjóði í upphafi. Kirkjueignanefnd gerir líka þá kröfu í viðræðum við
ríkisnefiidina að ríkið standi sjóðnum skil á „bótum” vegna þeirra prestsseturshúsa og
prestssetursjarða sem það hefur selt eftir lögunum 1968, en andvirði þeirra rann óskipt
í ríkissjóð eins og kunnugt er.
En þótt niðurstaða þeirra viðræðna lægi ekki fyrir, þegar ffumvarpið var í
vinnslu, var þetta markmið ætíð haft í huga. í athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu
um prestssetrajóð er t.d. vitnað í eftirfarandi orð í Aliti kirkjueignanefndar 1984:
„Prestsseturshúsin voru óumdeilanleg eign prestakallanna (embœttanna) og
hlutverk þeirra var að gera starf kirkjunnar mögulegt á viðkomandi stað. Húsin voru
hluti af þeirri heild sem embœttunum tilheyrði, og þeirri grundvallarstöðu hefur
aldrei verið breytt með lögmœtum hætti. Samhliða nytjarétti báru þeir (prestar) fulla
ábyrgð á þeim og fjárhagsskyldur, en var líka gert að tryggja stöðu þeirra, eins og
annarra kirkjueigna, fyrir eftirkomendur með launum sínum. Þess vegna má leiða að
því rök að bak við öll prestssetur á landinu, einnig þau sem aðeins eru orðin hús á
lóð, standi sjálfseignarstofnun sem trygging fyrir rétti prestssetursins, sbr. það sem
áður sagði um jarðeignimar”. (Bls. 99-100).
Þá var einnig ræddur sá möguleiki að sóknimar á viðkomandi stöðum gætu
komið til liðs, eins og ffarn kemur í 7. gr. laganna, þar sem íjallað er um tekjur
prestssetrasjóðs, en þar er talað um : „Framlög sem einstaka sóknir kunna að verja til
tiltekinna verkefna”.
Um þetta atriði er eftirfarandi skýringu að finna í greinargerðinni sem fylgdi
ffumvarpinu:
„Sóknir, einkum hinar efnameiri, kunna að hafa hug á að leggja presti lið með
því að veita fé til endurbóta á prestssetri eða eftir atvikum að leggja honum til nýtt
húsnœði. Rétt þykir að girða ekki fyrir þann möguleika, ef svo vill verkast, og er því
gert ráða fyrir að sóknir geti veitt prestssetrasjóði framlag til tiltekinna verkefna.
Framlag sóknanna skapa þeim þó ekki nein réttindi yfir prestssetrunum. Ekki er litið
til þessara hugsanlegu fjárframlaga við mat á fjárhagslegum forsendum
prestssetrasjóðs. Framlög til sjóðsins frá sóknum yrðu því hrein viðbót við annað
ráðstöfunarfé sjóðsins”.
Flutningsmaður nefhir þessar ofangreindu staðreyndir sem rök fyrir því að hafa
sérstakt ákvæði í starfsreglunum um hlutverk og skyldur sjóðsins gagnvart þeim
sóknarprestsembættum sem svipt hafa verið hlunnindum sínum. Um það má etv. deila
hver hlutdeild sjóðsins á að vera gagnvart þessum stöðum. En líklegt er að á þetta
256