Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 26
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
áformað er í byijun nóvember að halda ráðstefiiu í Skálholtsskóla um þessi mál og
bjóða til hennar fulltrúum fjölmiðla og öðrum þeim, sem þessi mál tengjast.
Af útgáfumálum öðrum nefiii ég aðeins nýtt kver ætlað fermingarbömum og
nefiiist "Samferða". Er það unnið í samhljóðan við samþykkt prestastefiiu og eftir
ítrekaðar hvatningar presta. Séra Jón Ragnarsson, deildarstjóri í fræðsludeild er
höfundur texta, en starfi sérstaks vinnuhóps stýrði séra Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Skálholtsútgáfan gefur kverið út með myndarlegum hætti og er það aðgengilegt og
tekur á þeim helstu atriðum, sem tengjast þessu þroska og trúarskeiði bamsins.
Hvet ég presta og söfhuði til að taka þetta nýja kver til notkunar en einnig að koma
á framfæri athugasemdum og leiðbeiningum, sem fram kunna að koma við notkun.
Hér hef ég nefnt nokkur hinna svokölluðu "mýkri" mála, sem verið hafa
viðfangsefni og verkefni kirkjunnar. Það ber alltaf meira á hinum, sem snúa að stóm
ytri verkefhunum, fjármálum, skipulagsmálum, byggingum. Hin em ekki síður
nauðsynleg og í anda hans, sem hvatti okkur til að gefa gaum að liljum vallarins og
ffækomi því, sem sprottið gat og orðið að hinu voldugasta tré. Og þá ekki síður í
eftirfylgd við hann, sem gekk um kring og gjörði gott, lagði smyrsl lækningar á sár,
huggaði hrellda og beindi sorg í áttir jákvæðrar trúarreynslu.
En vitanlega gleymum við því ekki, að kirkjuþing hefur með þau mál að gera,
sem snertir hið ytra ekki síður en innri málin. Veigamesta mál þessa kirkjuþings er
án efa skýrsla skipulagsnefndar, sem unnið hefur af miklum þrótti, svo að
greinargerð nefhdarinnar, sem í fýrra var heitið sem áfangaskýrslu, en aðalskýrslan
yrði að bíða til 1995, er nú þegar lögð ffarn á þessu þingi. Formaður nefiidarinnar,
dr. Gunnar Kristjánsson og dr. Páll Sigurðsson, lagaprófessor, kynntu kirkjuráði
skýrslu sína mánudaginn 3. október og síðan lagði kirkjuráð hana i hendur fulltrúum
stjómmálaflokkanna til athugunar og kynningar. Er tekið á ótrúlega mörgum
málum og bent á leiðir til lausnar flestum vanda. Kirkjuráð hafði eðlilega
athugasemdir við sumt af því, sem nefndin leggur fram. Er heldur ekki að efa það,
að kirkjuþing mun benda á fjölmargt, sem það telur að þurfi að breyta eða færa til
annars vegar.
Á þessu stigi vil ég aðeins benda á það, að nefiidin gerir það að tillögu sinni, að
innganga í þjóðkirkjuna sé með skím og og skráningu í þjóðskrá, og þar með yrði
horfið frá þeim reglum, sem kirkjan hefur margsinnis óskað endurskoðunar á, að
trúfélag móður ráði um aðild bama.
21