Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 19
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
SKÝRSLA BISKUPS OG KIRKJIJRÁÐS 1994
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. herra Ólaíur Skúlason, biskup.
Svo sem tíðkast hefiir undanfarin ár er skýrsla þessi ekki takmörkuð við
sérstök viðfangsefhi kirkjuráðs á liðnu starfsári, heldur er komið inn á hin
margvíslegustu málefni, sem snerta kirkju og það, sem efst hefur verið á baugi.
Þó vil ég taka það skýrt fram, að í eðli sínu og samkvæmt þeirri hefð, sem
mótað hefiir viðfangsefhi kirkjuráðs, er fátt kirkjulegra mála, sem þörf er að fjalla
um eða taka ákvarðanir um, utan viðfangsefiia ráðsins. Ég gat þess líka í síðustu
skýrslu minni til kirkjuþings, að vægi þings og ráðs mundi fara vaxandi, ef frumvörp
þau, sem þá voru til umræðu, næðu fram aðganga. Svo hefur orðið og mun
kirkjuþing því fá aukin viðfangsefiii og enn þýðingarmeiri, hvað varðar stjórnun,
ákvarðanatöku í fjármálum og skipulagningu á vegum kirkjunnar.
En þau frumvörp frá í fyrra, sem kynnt voru, og urðu að lögum með samþykkt
Alþingis í desember eru um kirkjumálasjóð og prestssetur. Kirkjuþing ræddi
þessi mál bæði mjög ítarlega og gerði á þeim þær breytingar, sem kirkjuþingsmenn
töldu til bóta. Ráðuneytið tók þær til greina og aðlagaði frumvarpið að þeim í
flutningi á Alþingi.
Bæði þessi lög áttu sér þó nokkum aðdraganda. En allt frá árinu 1968 hafði
verið farið með stjómsýslu prestssetranna eftir lögum um íbúðarhúsnæði í eigu
ríkisins. Þegar þau lög vom sett, var því mótmælt af hálfu kirkjunnar að farið væri
með prestssetrin sem hveija aðra ríkiseign. Enda væri slíkt gegn allri hefð og venju.
En lagasetning þessi hafði það í för með sér, að fjármálaráðuneytinu var heimilað að
setja reglugerðir með ákvæðum um niðurlagningu prestssetra á vissum svæðum.
Þannig vom prestssetrin í Reykjavík seld og rann andvirði þeirra í ríkissjóð án þess
kirkjan kæmi þar nokkuð nærri eða nyti góðs af með hærri fjárframlögum.
Þessi ráðstöfun frá 1968 hafði það líka í för með sér, að prestamir vom sem
hveijir aðrir leiguliðar á prestssetmm sínum, en ekki ábyrgðar og vörslumenn húsa
og jarða. Þegar litið er til baka, er ekki fjarri lagi að segja, að þetta fyrirkomulag
14