Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 79
Þjónusta presta í fangelsum, á sjúkrahúsum, meðal heyrnarlausra
og aldraðra.
Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan
Kirkjugarðar ReykjavíTcur - útfararþjónustan
I Reykjavíkurprófastsdæmum:
Æskulýðssamband kirkjunnar (ÆSKR, æskulýðsstarf, mót og
sumarbúðir), Ellimálaráð, Miðstöð fólks í atvinnuleit (einnig til í
Kjalarnesprófastsdæmi og á Akureyri).
Kynnisferðir í söfnuði þar sem reynt verður að fá innsýn í starf
safnaða almennt.
✓
b. I söfnuði — haust 1994 (tveir mánuðir)
Helgihald
Nemandi þarf að kynnast safnaðarstarfi með þátttöku í helgihaldi:
Messu (með og án altarisgöngu), bænastundum og öðrum
samverustundum sem geta verið breytilegar frá einum tíma til
annars (t.d. hádegishelgihald, Taizé stundir).
*
Islenska kirkjan þarf að þreifa sig áfram til að djáknaþjónustan
verði sýnileg í helgihaldinu. Engin hefð er fyrir hlutverki djákna í
helgihaldi í íslensku þjóðkirkjunni. Þátttaka djákna getur falist í
lestri texta, bænagjörð og aðstoð við útdeilingu. Nemenda ber að
vera viðstaddur ýmsar kirkjulegar athafnir hafi hann ekki kynnst
þeim áður svo sem skím, fermingu, hjónavígslu, kistulagningu og
jarðarför.
Ýmis starfsemi
Nemenda ber að kynnast sunnudagaskóla, 10-12 ára starfi,
æskulýðsfélagi, fermingarstörfum, mömmumorgnum, kirkjuskjóli,
öldrunarstarfi, starfi meðal einangraðs fólks, fræðslu- og leshópum,
starfi með sorg og sorgarviðbrögð o.fl.
Viðtalstímar
Nemenda ber að fá innsýn í viðtalstíma starfsmanna safnaðarins og
vera viðstaddur þá um einhvern tíma.
Störf annarra í söfnuðinum
Nemenda ber að fá innsýn í störf annarra sem starfa í söfnuðinum
svo sem organista, kirkjukórs, kirkjuvarða/umsjónarfólks,
meðhjálpara og sóknarnefnda.
Tengsl safnaðar úti í samfélaginu
Sérhver söfnuður hefur tengsl við umhverfi sitt (svo sem við skóla,
leikskóla, sjúkrahús, vistheimili, sambýli o.fl.) og ber nema að
kynnast þeim.
74