Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 237
1994
25. KJRKJUÞING
13, mál
skyldum sem hvíla á prestum á prestssetrum, sem áður hafa verið raktar og
þeim fjölþættu afiiotum af prestssetri í embættisþágu og sókna, sem getið
var, svo og með sérstakri hliðsjón af þvi að hluti íbúðarhúss er nýttur sem
skrifstofa prests, er talið sanngjamt að leigugjald fyrir þetta sé heldur lægra
en fyrir aðra eignarhluta. Er því lagt til að leigugjald ákvarðist sem nemur
einum þriðja lægra, eða 2% af fasteignamati íbúðarhúss og bifreiðageymslu.
Eðlilegt þykir að halda þeirri framkvæmd sem verið hefúr, að leigan
sé innt af hendi mánaðarlega fyrirffam fyrir hvem mánuð í senn.
Að sjálfsögðu ber presti ekki að inna af hendi leigugjald fyrir eigin
eignir eða framkvæmdir, sem hann kann að hafa ráðist í.
Hér hafa verið greindar hinar almennu reglur um gmndvöll
leigunnar, sem verða lagðar til grundvallar við samningsgerð við presta.
Ljóst er að sérstakar aðstæður á prestssetri eða ástæður sem varða prestinn
sjálfan eða jafiivel þjóðfélagsbreytingar geta skert varanlega eða um
stundarsakir, kjör prests á prestssetri. Fasteignamat endurspeglar ekki alltaf
þessar séraðstæður. Því er Ijóst, ef gæta á sanngimi, að gera þarf ráð fyrir
að unnt sé að lækka leigu, ef slíkar aðstæður em fyrir hendi, sem nefhdar
hafa verið, sem leiða til þess að fúll leiga, samkvæmt reglunum, er
ósanngjöm í garð prests. Því er sérstakt ákvæði um lækkunarheimildir
stjómar í sérstökum tilvikum í 6. gr.
Um 6. gr.
Eins og rakið er í umfjöllun um 5. gr. geta sérstakar aðstæður á
prestssetri, eða aðstæður sem leiða til kunna að leiða til þess að sanngjamt
sé að lækka leigu, frá því sem hinar almennu reglur leiða til.
Ljóst er að fasteignamat getur í sumum tilvikum verið hærra en
arðsemi eignar gefúr til kynna. Þá er til að eignir nýtist ekki presti af
ástæðum sem honum verður ekki gefin sök á. Enn er til að prestur geti
verið fjarverandi um lengri tíma, svo sem í námsleyfi. Af þessum ástæðum
þykir rétt að hafa sérstakar heimildir til handa stjóm prestssetrasjóðs til að
lækka leigu í ákveðnum tilvikum, samkvæmt umsókn hlutaðeigandi prests.
Em þær heimildir taldar upp í 6. gr.
I 1. tl. er veitt heimild til að lækka leigu ef hluti prestsseturs nýtist
presti á engan hátt. Dæmi þessa er t. d. að hluti lands prestsseturs verður
ónothæft vegna mannvirkjagerðar þriðja manns. í slíku tilviki teldist oftast
sanngjamt að lækka endurgjald fyrir þann hluta landsins eða hreinlega fella
hann brott, og lækka endurgjald þar að auki einnig vegna greiðslna prests á
232