Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 158
1994
25. KIRKJUÞING
5, mál
timburhús, sem risið hafa syðst í Hólabyggðinni á undanfomum árum og eru á sumrum
nýtt sem gisti- og orlofshús. Því hefur rýmkast mjög í aðalbyggingu bændaskólans og
leiðir það til endurskipulagningar og endurbóta á húsinu.
Skólastjórinn gerði grein fyrir því á fyrmefhdum fundi í Hólanefnd, að af
þessum ástæðum standi vígslubiskupsembættinu til boða rýmra húsnæði. Er það syðsti
hluti 2. hæðar skólahússins. Hér er um að ræða fundastofu, sem rúmar allt að 10
manna fundi, rúmgóða skrifstofu vígslubiskups og tvö minni skrifstofuherbergi. Þar
gæti m.a. verið aðstaða fyrir aðstoðarmann, t.d. organista, og einnig fyrsti vísir að
sálmastofnun, nái sú áætlun fram að ganga, að hún verði til og heimilisföst á Hólum.
Húsnæði þetta er um 80 fermetrar. Ljóst er að ekki er hægt fyrir skólann að láta
vígslubiskupsembættinu það í té án þess að gerður verði leigusamningur og ákveðin
greiðsla reidd af hendi fyrir það. Kom fram í máli skólastjóra á fyrmefhdum fiindi að
hentugast yrði að gera leigusamning til nokkurra ára. Vom aðrir nefiidarmenn
sammála honum um það og töldu fimm ára samning koma til greina. Þá er því við að
bæta, að Jón Bjamason skólastjóri kvað miklar líkur á því, að bændaskólinn gæti
jafhframt lagt til húsnæði fyrir fyrsta vísi að kirkjulegu bóka- og minjasafni. Er um að
ræða stofu í norðurhluta skólahússins. Hann var byggður alllöngu síðar en suðurálma
þess og em innveggir og gólf steinsteypt svo unnt er að gæta fyllsta öryggis og mun
t.d. henta vel til vörslu Hólaprents. I því sambandi má geta þess, að þegar hafa
einstaklingar fært væntanlegu safni bókagjafir og aðrir jafhvel lofað ritum, ef aðstæður
verði fyrir hendi að taka við þeim.
Ahugi á Hólastað hefur farið vaxandi á liðnum ámm. Menn gera sér almennt
grein fyrir sögulegu, menningarlegu og trúarlegu gildi þess foma biskupsseturs.
Dómkirkjan vekur áhuga fyrir lifandi starfi og hefur verið reynt eftir fóngum að
bregðast við óskum komumanna. Gmndvallaratriði er, að á staðnum sé fastráðinn
tónlistarmaður, organisti og kórstjóri, sem jafiiframt gæti verið starfsmaður
sálmastofriunar. Nú ber þess að gæta að Hólasókn er næsta fámenn og ræður ekki yfir
fjármagni til þess að reka það embætti. Því lítur Hólanefiid svo á, að nauðsyn beri til
að kirkjuþing og kirkjuráð stuðli að því, að unnt verði að stofna fasta stöðu kantors á
Hólum.
Þegar til lengri tíma er litið er ætlan Hólanefndar, að margnefnd kirkjuleg
menningarmiðstöð verði reist á Hólum. Sú hugmynd hefúr m.a. komið fram að hún
verði reist á gmnni útihúsa, þ.e.a.s. gamla fjóssins, sem stendur sunnan og ofan við
dómkirkjuna. Fyrir liggur að halda fúnd með sérfróðum arkitektum innan skamms.
Astæða til þess er ekki síst hugmynd, sem vígslubiskup gerir grein fyrir í fylgiskjali með
þessari skýrslu.
f.h. Hólanefndar
formaður