Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 83
mikið og hún hefur gert, að ég ákvað að ráðast í þetta verkefni. Ég ræddi það í
byrjun við biskup okkar, herra Olaf Skúlason, og var hann mjög áhugasamur um að
ráðist yrði í þetta verkefni, en vegna fjárskorts, a.m.k. enn sem komið er hefur ekki
verið hægt að styrkja þessa framkvæmd.
Sálmabók þjóðkirkjunnar hefur samtals 616 sálmatexta,(að meðtöldum
biblíulegum inngöngusálmum og sálmum á táknmáli) þar sem stundum eru tvö lög
eða fleiri við hvern sálm og þar að auki lækkuð tónhæð á um 100 lögum, þá ætla
ég að um verði að ræða ekki minna en 900 blaðsíðna bók. Prestar og organistar
hefðu þá mun betra yfirlit yfir það um hvaða lög er að velja og hverjir eru
möguleikar til safnaðarsöngs, sem er mjög mikilvægt atriði og síðast en ekki síst
það öryggi sem skapast við guðsþjónustuna eða kirkjulegar athafnir, að ekki sé
tekið annað lag, en það sem vísað er til við sálmatextann. Ég hef fengið góðar
ábendingar í sambandi við væntanlega útgáfu hjá sr. Jóni Hjörleifi Jónssyni, presti
Aðventista, en þeirra bók kom út 1992 og var það mikið átak af 600-700 manna
söfnuði.
Af annarri útgáfustarfsemi á vegum embættis Söngmálastjóra má nefna
Píanóskóla eftir J. Schaum, sem þýddur hefur verið á íslensku og er hann
hugsaður til að kenna kórfólki undirstöðuatriði í nótnalestri.
Orgelkaup
Sett hefur verið upp nýtt orgel í Áskirkju og í september var vígt nýtt orgel, 18
radda sem Björgvin Tómasson, orgelsmiður, smíðaði, í Digraneskirkju.
Einnig kom nýtt orgel í Njarðvíkurkirkju.
Þá var ég með í undirbúningi að nýju orgeli fyrir Kópavogskirkju og í því
skyni fór ég í ferð með Erni Falkner, organista kirkjunnar í febrúar s.l. og
skoðuðum við orgel í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð, alls 25 hljóðfæri frá
Marcussen, P. Bruhn , ennfremur frá svissnesku fyrirtæki Metzler sem er mjög
áhugavert og vandað fyrirtæki, sem ég hafði ekki kynnst áður, og frá Grönlund í
Svíþjóð, en þeir þykja mjög framarlega þar. Síðan gerðu þessi fyrirtæki tilboð í nýtt
orgel og það sem vakti mesta athygli okkar og okkur leist best á, cg þá sérstaklega
hvað hljómgæði snertir var með einna lægsta tilboðið.
Þá er komið langt með að smíða orgel í Siglufjarðarkirkju og verður það
hljóðfæri frá Aquincum í Ungaverjalandi og Ketill Sigurjónsson, orgelsmiður lauk
við að smíða pósitív í Vfðidalstungukirkju, en það er 6 radda með viðhengdum
pedal.
Barnakórar við kirkjur
Margrét Bóasdóttir, söngkona, hefur yfirumsjón með því starfi og er það
kostað sérstaklega af Kristnisjóði. Mjög árangursríkt námskeið fyrir barnakórastjóra
var haldið í ágúst s.l. og sóttu það um 30 barnakórastjórar víðsvegar að af landinu
en kennarar á því námskeiði voru þrír íslenskir barnakórastjórar og einn erlendur
ásamt Margréti sem sá um að stjórna námskeiðinu.
78