Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 294
1994
25. KTRKJUÞING
21. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um aðild kirkjunnar að hjálparstarfi vegna hópslysa.
Flm. sr. Birgir Ásgeirsson og sr. Karl Sigurbjömsson
Frsm. sr. Birgir Ásgeirsson
Kirkjuþing 1994 ályktar að fela biskupi og kirkjuráði að móta heildaráætlun um aðild
þjóðkirkjunnar að hjálparstarfi vegna hópslysa. í þeirri áætlun verði eftirfarandi
stefnuatriði lögð til gmndvallar.
1. Kirkjan vill þegar hópslys á sér stað, leggja sitt að mörkum til hjálpar með þátttöku
þess starfsfólks, sem hún heíur ráð á að skipa og því húsnæði, sem hún ræður yfir.
2. Kirkjan vill skipa sér í röð með þeim, er sjá um:
a. aðhlynningu deyjandi
b. aðstandendur látinna, deyjandi og sjúkra
c. og annarra, sem eiga um sárt að binda vegna andlegs áfalls.
3. Kirkjan vill stuðla að því, að prestamir séu til þjónustu reiðubúnir, þegar áföll eða
stórslys ber að höndum. Kirkjan reynir þess vegna að skipuleggja svo starfsemi sína,
að jafnan sé tiltækur prestur í hveiju prestakalli og ennfremur að viðkomandi prestur
fái aðstoð kollega, ef um sérstaklega erfið eða viðamikil mál er að ræða. Þessa skipan
sína lætur kirkjan viðkomandi stofnanir (t.d. lögreglu, sjúkrahús, sjúkraflutningsaðila)
og samtök (t.d. björgunarsveitir) vita um í hveiju prófastsdæmi.
4. Kirkjan vill efla stuðning við það fólk, sem kallað er til starfa vegna hópslysa með því
að að veita áfallahjálp, þ.e. hjálp við þá, sem starfa í viðlögum. Framlög kirkjunnar á
þessu sviði fer eftir fjárhag hveiju sinni og þeirri kunnáttu og reynslu, sem starfsfólk
hennar ræður yfir.
5. Kirkjan telur mikilvægt að áætlanir almannavama, sjúkrastofnana og björgunarsveita,
er varða hópslys, geri ráð fyrir samstarfi við presta á hveijum stað, eftir því sem tilefni
og umfang hópslyssins gefur tilefhi til. Kirkjan telur eðlilegt að sjúkrahúsprestar hafi
ffumkvæði að þessu samstarfi, þar sem þeir em fyrir hendi, enda gerir hópslysaáætlun
sjúkrahúsanna ráð fyrir því.
6. Kirkjan telur það skyldu sína að veita starfsmönnum sínum vemd og stuðning, þegar
sérstaklega erfið mál koma upp á starfssvæði þeirra. Prófastur, í hveiju prófastsdæmi,
hefiir forgöngu um að kalla menn til hjálpar í þeim tilgangi, þegar þurfa þykir. Hann
getur einnig valið einhvem prest úr sínu prófastsdæmi til þess að hafa þá skyldu á
hendi.
289