Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 196
1994
25. KIRKJUÞING
10. mál
13. gr.
Nú er kirkja reist eða endurbyggð frá grunni og skal þá vígja hana. Prófastur skoðar
kirkju, sem óskað er vígslu á, og kveður á um, hvort hún er vígsluhæf. Eigi þarf að
vígja kirkju, þótt innbúnaði hennar sé breytt.
Biskup Islands vigir kirkjur eða vígslubiskup í umboði hans.
14. gr.
Nú er kapella reist af öðrum en þjóðkirkjusöfhuði og óskað eftir vígslu. Skal þá
biskup, áður en af vígslu verður, hlutast til um að henni sé settur máldagi, sbr. 8. gr.,
þar sem kveðið er á um hlutverk kapellunnar, fjárreiður, eftirlitsskyldu prófasts og/eða
sóknarprests. Þá sé einnig gætt friðhelgi hennar sbr. 11. gr.
15. gr.
Nú er kirkja eða kapella aflögð, og skal þá lýsa því í sérstakri athöfn, að hún gegni
eigi ffarnar hlutverki guðsþjónustuhúss, enda er óheimilt að taka hana til annarra nota,
fyrr en svo er gert, og biskup heimilar. Um muni hennar og eignir fer svo sem segir í
lögum nr. 25/1985, 6. gr. og þjóðminjalögum frá 1989. Sé kirkja tekin ofan, skal að
jafnaði marka þann stað, þar sem altari kirkjunnar var.
16. gr.
Sóknarprestur og sóknamefnd ráða í sameiningu, með hveijum hætti sóknarkirkja og
safhaðarheimili verði notuð. Eigi má leyfa neina þá notkun kirkju, er ekki samrýmist
vígslu hennar, sbr. 11. gr.
Nú er safnaðarheimili reist á vegum sóknar, skal þá við notkun þess gæta tilgangs
safhaðarstarfs.
Nú greinir sóknarprest og sóknamefnd á um notkun kirkju og safnaðarheimilis, og
skal þá leita úrskurðar prófasts. Úrskurði hans má vísa til biskups, og er úrskurður
hans endanlegur.
Eigi má geyma í kirkju annað en muni hennar og búnað og hluti, er varða
safiiaðarstarfið. Foma muni (kirkjumuni foma), er kirkjan á, skal varðveita þar, sé
geymsla þeirra þar talin tryggileg að mati biskups og þjóðminjavarðar.
Gildir þetta jafhffamt um gripi kirkna, sem færðir hafa verið í vörslu safna.
191