Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 268
1994
25. KIRKJUÞING
13. mál
gögnum og athugun á prestssetri, eða með öðrum hætti, eftir því sem við á.
Að því búnu áritar prófastur skýrsluna til staðfestu að þar sé rétt greint frá.
Prófastur skal skila eflirlitsskýrslum fyrir 1. júní ár hvert til stjórnar
prestssetrasjóðs. Heimilt er að víkja ffá tímamörkum samkvæmt þessari og
1. mgr. ef sérstaklega stendur á.
Stjóm prestssetrasjóðs veitir almennar leiðbeiningar um ffágang
skýrslna. Stjómin getur ákveðið að láta prestum og prófostum í té sérstök
eyðublöð til þessara nota.
Prófastur skal að jafhaði fá öll erindi vegna prestssetra í
prófastsdæmi sinu, er varða ráðstöfun þeirra, eða hluta þeirra til langffama,
þ.m.t. vegna eigin prestsseturs og veita sjóðsstjóm umsögn um þau.
Prófastur aflar einnig umsagna lögbærra aðilja, fari stjóm prestssetrasjóðs
þess á leit.
Prófastur gerir árlega greinargerð um þörf nýbygginga - eða kaupa -
og endurbóta á prestssetrum í prófastsdæmi, svo og stærri
viðhaldsffamkvæmdir. I greinargerð prófasts skal koma ffam hvort
möguleikar séu á ffamlögum ffá öðrum til tiltekinna verkefna, svo sem
sjóðum, sto&unum eða sóknum.
Prófastur getur, ef hann kýs svo, gert tillögur um röð ffamkvæmda í
prófastsdæminu.
Prófastur getur gert tillögur með sama hætti og vígslubiskupar,
samkvæmt
3. mgr. 10. gr.
Prófastur sendir, fyrir 1. nóvember ár hvert, vígslubiskupi
greinargerð samkvæmt 5. mgr. þessarar greinar og tillögur samkvæmt 6.
mgr., enda hafi samkomulag tekist samkvæmt 1. mgr. 10. gr., en ella sendir
hann stjóm prestssetrasjóðs nefnd gögn.
Stjórn úttekta
12. gr.
Prófastur stýrir úttekt. Hann gætir þess að boða fulltrúa ffá stjóm
prestssetrasjóðs með hæfilegum fyrirvara, til að vera viðstaddan úttekt.
Stjóm prestssetrasjóðs ákveður hvort tilefni er til að mæta við úttektina og
tilkynnir prófasti, ef ekki verður mætt. Ef um minniháttar hagsmuni þykir
vera að ræða, getur stjóm prestssetrasjóðs gert grein fyrir sjónarmiðum
sínum og óskum skriflega, áður en til úttektar kemur og sent prófasti, er
leggur það fyrir úttektarmenn.
263