Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 98
1994
25. KIRKJUÞING
2, mál
Reikningurinn er gerður af Ríkisendurskoðun. Staðfestur og áritaður af stjórn og
endurskoðendum. Á árinu 1993 nam tap af rekstri Kirkjugarðasjóðs skv.
rekstrarreikningi 7,1 milljónum króna. Tap af rekstri án íjármunatekna og
ijármagnsgjalda nam 17 milljónum króna. Þarna er um að ræða tæplega 29 milljón
króna breyting ffá árinu á undan. En þá var hagnaður upp á 12 milljónir króna.
Rekstrartekjur námu 32 milljónum króna, lækkuðu um 13,4 milljónir króna eða um
29,5%. Rekstrargjöld námu 49 milljónum króna, hækkuðu um 15,5 milljónir króna
eða um 46,4%. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi nam 82 milljónum króna, sem er
4,5 milljónum króna lækkun frá árinu á undan.
C) Longumýrarskóli, ársreikningur 1993.
Reikningurinn er gerður af KOM Bókhaldsþjónustu. Staðfestur og áritaður af stjórn
og endurskoðendum og forstöðumanni. Tekjur námu 8,8 milljónum króna og
hækkuðu um 15% frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 8,9 milljónum króna og hækkuðu
um 10% frá fyrra ári. Tap ársins nam 69 þúsund króna á móti 399 þúsund króna árið á
undan. Eigið fé skólans er 21,3 milljónir króna.
D) Hjálparstofnun Kirkjunnar, ársreikningur 1.10. 1992 - 30.09. 1993.
Reikningurinn er gerður af Endurskoðun hf. Staðfestur af stjóm, ffamkvæmdastjóra og
endurskoðendum. Rekstrartekjur námu 11,7 milljónum króna og hækkuðu um 67% frá
fyrra ári. Rekstrargjöld námu 10,1 milljón króna og hækkuðu um 47% ffá fyrra ári.
Rekstrarafgangur er 1,5 milljónir króna. Eigið fé sjóðsins var 30,3 milljónir króna.
Söfnunarfé tímabilsins er 48,5 milljónir króna. Sérstök framlög eru 25 milljónir.
Óráðstafað söfnunarfé þann 30.9 1993 var 28,1 milljón króna.
E) Kirkjuhúsið, ársreikningur 1993.
Reikningurinn er gerður af Löggiltum endurskoðendum hf. Staðfestur og áritaður af
stjóm, rekstrarstjóra og endurskoðendum. Hagnaður af reglulegri starfsemi
Kirkjuhússins árið 1993 varð kr. 835,218, og nemur eigið fé í árslok kr. 14,864,945.
Eiginijárhlutfall er í árslok 78,1% en sama hlutfall í ársbyijun var 76,1%. Kirkjuhúsið er
sjálfseignarsto&un og greiðir því hvorki tekju- né eignaskatt. Á árinu störfuðu hjá
Kirkjuhúsinu að meðaltali 3 starfsmenn og námu launagreiðslur kr. 5,153,504, án
stjómarlauna sem námu kr. 166,790.
F) Skálholtsskóli, ársreikningur 1993.
Reikningurinn er gerður af Ríkisbókhaldi. Staðfestur og áritaður af bókara og
forstöðumanni. Tekjur alls námu 18,7 milljónum króna og gjöld alls námu 17,9
milljónum króna. Hagnaður er 780,665 krónur. Tekjur af seldri þjónustu námu kr. 8,6
milljónum.
Umsögn um reikningana:
Allir reikningamir em óaðfinnanlegir og greinilegir utan reikningur Skálholtsskóla, sem
er ekki með samanburð á milli ára og ekki settur upp á hefðbundinn og aðgengilegan
máta. Sömuleiðis kemur ekki fram að stjóm skólans hafi fjallað um reikninginn. Það er
ósk nefiidarinnar að þetta verði lagað og reikningur skólans fyrir árið 1994 og
ffamvegis verði settur upp á greinilegri hátt og er þá átt við framsetningu þá, sem nú
tíðkast hjá löggiltum endurskoðendum eins og allir aðrir reikningar sem nefndin hefur
fjallað um.
93