Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 239
1994
25. KIRKJUÞING
13. mál
ijarri þéttbýli. Hér verður þó að skoða vandlega hvort presturinn hefur
ávinning af nálægðinni við þéttbýlið, t. d. þannig að kostnaður hans við
aðföng og birgðahald t. d. sé minni, en þess sem fjær er.
Að öðru leyti veitir þetta ákvæði tæpast heimild til lækkunar þótt
fasteignamat prestssetra nálægt þéttbýli sé hærra en þeirra sem eru
afskekktari. Menn verða einfaldlega að sætta sig við að því eftirsóttarí eða
íjölmennari byggð í nálægð prestsseturs er, þvi dýrari verður fasteign jafiian.
Þessi sjónarmið virðast endurspeglast í reglum um útreikning leigu í
reglugerð um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins, þar sem landinu er skipt upp i
svæði með mismunandi gildistölum, eftir því hversu afskekkt svæði er.
í 3. tl. er veitt heimild til lækkunar leigu, þegar svo hagar til að
breytilegur rekstrarkostnaður prestsseturs er hærri en eðlilegt má telja
miðað við aðstæður allar.
Með breytilegum rekstrarkostnaði hér er átt við þann
reksturskostnað prestsseturs sem er háður notkun t.d. orkukostnaður. Því
meiri notkun því hærri kostnaður. Sá kostnaður sem oftast kæmi til
skoðunar hér er kyndingarkostnaður. A sumum prestssetrum, einkum þar
sem ekki nýtur við hitaveitu, er kyndingarkostnaður verulegur. A
prestssetrum þar sem kostnaður við kyndingu er hár, hefúr verið tekið tillit
til þess við ákvörðun á húsaleigu. Oftast stafar hinn hái kyndingarkostnaður
af lélegri einangrun húsa. Úr því er m. a. bætt með því að klæða húsin og
einangra utan ffá. Prestssetrum með utanhússklæðningum hefúr Ijölgað
jafiit og þétt, en ennþá eru nokkur með háan kyndingarkostnað eftir. Hér er
lagt til að þeirri ffamkvæmd að lækka leigu vegna óeðlilega hás
rekstrarkostnaðar verði viðhaldið. Við mat á eðlilegum rekstrarkostnaði er
eðlilegt að miða við sambærilegar eignir á sama svæði.
í fjórða lagi er lagt til að heimilt sé að fella endurgjald niður meðan
prestur er í námsleyfi og prestssetrið nýtist honum ekki. Ef presturinn
og/eða fjölskylda hans býr áfram á prestssetrinu meðan leyfi stendur yfir
yrði þó naumast um lækkun leigu að ræða. Þetta tekur einungis til þeirra
tilvika að prestssetrið sé ekki nýtt af presti. Ef um nýtingu að hluta er að
ræða meðan leyfi stendur yfir, t.d. þannig að grannbóndi sinnir búrekstri á
prestssetursjörð í námsleyfi prests er hugsanlegt að lækka leigugjald að
tiltölu, t.d. þannig að ekkert yrði greitt af íbúðarhúsi, en óbreytt leiga yrði
innheimt af öðrum eignarhlutum prestsseturs. Ekld þykir ástæða til að
endurgreiða leigu vegna sumarleyfa prests, jafhvel þótt hann sé ljarverandi.
234