Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 27
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
Þá er hið nýja fyrirkomulag um launagreiðslur og embætti hið forvitnilegasta
og séu embætti tengd hinum gömlu stiftum Hóla og Skálholts, en þó hluti hins
síðamefiida fráskilinn.
Sömuleiðis er gengið út frá því, að kirkjan sjálf, þ.e. kirkjuþing setji reglur um
kosningu biskupa og veitingu prestsembætta, en Alþingi samþykki aðeins þessa
heimild. Þá færist einnig vald um skipan prestakalla og prófastsdæma til
kirkjuþings.
Þá eru gerðar tillögur um róttækar breytingar á skipan kirkjuþings og
kirkjuráðs, en leikmannastefha verði lögð niður. Eigi þá 30 fiilltrúar sæti á
kirkjuþingi, en aðeins hluti þeirra með atkvæðisrétti.
Nauðsynlegt mál er einnig í skýrslu skipulagsnefiidar og fjallar um réttarstöðu
presta. Er þetta búið að vera erfitt og hefur valdið sársauka og kom mjög til
umræðu í sambandi við síðustu vígslubiskupskosningar, þegar hluti presta naut ekki
atkvæðisréttar. I tillögunum er tekið á þessum vanda og hann leiðréttur, svo að sátt
á að geta fengist um þetta mál, sem heldur er ekki hægt að una að sé lengur svo sem
verið hefiir.
Kirkjuþingsmenn hafa þegar fengið hina ítarlegu skýrslu skipulagsnefiidar
ásamt greinargerð, svo að mögulegt ætti að vera að taka til starfa að betur athuguðu
máli en annars væri, ef skýrslan væri nú hið fyrsta skipti lögð fram á borð
þingmanna. Er nauðsynlegt, að sú nefnd eða nefhdir, sem fá málið til afgreiðslu,
hafi nægjanlegan tíma til að gaumgæfa það. Svo er það þýðingarmikið og veltur á
miklu að sníða af alla hnökra og finna hinn rétta hátt.
Eitt mál, sem kynnt verður á þinginu og ekki hið fyrsta skipti er lagt hér fram í
anda þess, sem skipulagsnefnd leggur til um rammalöggjöf frá Alþingi, en kirkjuþing
ráði sjálft framkvæmd og tilhögun. Er þetta að vísu ekki nú þegar komið í lög, en
engu að síður nauðsynlegt fyrir kirkjuþing að fjalla um það og setja sér og kirkjunni
þær reglur, sem felast í ffumvarpinu.
Er þetta ffumvarp um kirkjubyggingar, sem kirkjuþing hefiir þegar afgreitt
og prestastefna fjallaði um á síðasta sumri. En því er það endurflutt hér í þessum
nýja búningi, að engar horfur eru á því, að Alþingi taki það til umfjöllunar og
afgreiðslu. Enda í sjálfu sér um mál kirkjunnar sem slíkrar að ræða og því ekki
óeðlilegt, að kirkjuþing setji kirkjunni reglur. Og þá því frekar, sem boðað er í
ffamlögðu ffumvarpi til fjárlaga, að ekki renni einn eyrir í kirkjubyggingasjóð og
verði hann lagður niður. Verður það nú trauðla gert, meðan lán hafa ekki verið
greidd og eru vitanlega veitt jafnóðum aftur og greiðslur koma í sjóðinn.
22